Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 16
aulvi við reglugerðina þess efnis, að fvrirmæli um próf við embætisskólana skvldi gilda um próf við liáskólann árið 1912. Að því er lagadeildina snerti voru fyrirmælin í reglugei'ð nr. 107 27 ágúst 1908. Hinn 9. okt. 1912 var gefin út ný reglugerð um Há- skóla Islands, nr. 8. Samkv. 28. gr. hennar voru náms- greinar í lagadeild: 1) Almeirn lögfræði, þar meðtaldir aðaldrættir 1. og 2. borgararéttar, 2) Persónu-. sifja- og erfðaréttur (1. borgararéttur), 3) Kröfu og blutaréttur, þar meðtaldir aðaldrættir sjóréttar og einkaréttinda (2. borgararéttur), 4) Refsiréttur, 5) Stjórnlagafræði og aðaldrættir þjóðaréttar, 6) Réttarfar, þar meðtalið urn sættir, almennar og afbrigðilegar réttarfarsreglur í hér- aði, meðferð sakamála, fógetagjörðir, skipti búa, uppboð og áfrýjun einkamála, 7) Réttarsaga. I kennslugrein- um 2—b skvldu stúdentar æfðir skriflega síðari hluta námstímans. Um próf segir í 48. gr., að það skyldi vera munnlegt og skriflegt í 2.-5. grein, en í 6. gr. réttar- sögu, aðeins munnlegt. Með lögum nr. 21, 1. febrúar 1936 komu ný háskóla- lög í gildi 14. maí 1936, en breytingar á reglum um kennslu og próf voru litlar, enda voru fá ákvæði um þau efni í lögunum frá 1909, eins og áður var sagt. Með auglýsingu nr. 47, 5/3 1936 var reglug. nr. 8/1912 brevtt allverulega, að því er nám og próf í lagadeild snerti. Akvæði þau, sem þá tóku gildi, voru á þessa leið: „I lagadeildinni eru eftirfarandi greinar kenndar: 1. Almenn lögfræði og persónuréttur. 2. Sifja- og erfðaréttur. 3. Kröfu- og hlutaréttur. 4. Sjó- og félagaréttur. 5. Stjórnlagafræði. 6. Stjórnarfarsréttur. 7. Þjóðaréttur. 8. Refsiréttur. 9. Réttarfar. 62 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.