Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 17
10. Uéttarsaga. 11. Þjóðhagfræði. 12. Bókhald. 13. Vélritun. 14. Lögfræðileg skjalaritun og þar með æfingar í rétt- arfari. Skriflegar æfingar skulu vera í þeim grein- um, sem sérstakt skriflegt próf er i.“ Um próf voru svofelld ákvæði lögfest: „Embættisprófinu skal skipt í tvennt, fvrra hluta og siðara hluta. Prófgreinar í fyrra hluta: I. Almenn lögfræði og persónuréttur. II. Sifja- og erfðaréttur. III. Stjórnlagafræði. IV. Þjóðaréttur. V. Réttarsaga. VI. Þjóðhagsfræði. Prófið er bæði munnlegt og skriflegt i II. og III. próf- grein, en aðeins munnlegt í hinum. Prófgreinar í síðara hluta embættisprófs eru þessar: I. Kröfu- og hlutaréttur. II. Sjó- og félagaréttur. III. Refsiréttur. IV. Stjórnarfarsréttur. V. Réttarfar. VI. Raunhæft verkefni, þar sem til úrlausnar koma atriði úr sem flestum fyrrnefndum prófgreinum, bæði i fvrra og síðara hluta embættisprófs, nema V. og VI. grein fyrra hluta. Prófið er bæði munnlegt og skriflegt í I., III. og V. prófgrein, en aðeins munnlegt i II. og IV. prófgrein og ski'iflegt í VI. prófgrein. Kandidatar mega hafa allt að 6 klukkustundum til skriflegrar úrlausnar í prófgrein hverri, hæði i fyrra og síðara hluta embættispi'ófs. Áður en kandidatinn segir sig til síðara hluta pi'ófs- Tímarit lögfræðinga 63

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.