Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 22
lægstu I. einkunnar hið minnsta. Kostur er að áskilja
svipaða lágmarkseinkunn við próf í þjóðhagfræði og
bókfærslu með einróma samþykkt kennara í laga- og
viðskiptadeild, enda sé slík samþykkt birt nemendum á
try-ggilegan hátt.
Prófgreinar í síðara hluta prófsins eru þessar:
1. Refsiréttur, skriflegt og munnlegt próf.
2. Réttarfar, skriflegt og munnlegt próf.
3. Réttarsaga, munnlegt próf.
4. Sjóréttur og félagaréttur, munnlegt próf.
5. Þjóðaréttur og alþjóðlegur einkamálaréttur, munn-
legt próf.
6. Raunhæft úrlausnarefni, þar sem reyna skal á sem
flesta þætti úr prófgreinum fyrra og síðara hluta,
nema 3. prófgrein síðara hluta, skriflegt próf. Ein-
kunn í 6. prófgrein hefur tvöfalt gildi.
Áður en stúdent segir sig til síðara hluta prófsins, skal
hann leggja fram skilriki fyrir þvi, að hann hafi unnið
i lögfræðiskrifstofu undir handleiðslu lögfræðings um a.
m. k. tveggja mánaða skeið eftir að hann lauk fvrra hluta
embættisprófs. Einnig skal hann sýna skilríki fyrir því,
að hann hafi tekið samvizkusamlega þátt í æfingum i
vélritun og í námskeiði i þeim þáttum úr sérstaka hluta
kröfuréttarins, sem ekki eru prófteknir með 1. próf-
grein fvrra hluta. Heimilt er að koma við prófi i sam-
bandi við æfingar og námskeið.
Nú líða meira en fjögur ár frá þvi að stúdent lauk
fyrra hluta embættisprófs til þess að hann segir sig til
siðara hluta prófsins, og er gildi fyrra hluta prófsins
þá úti. Verður stúdentinn þá að þrevta fj’rra hluta próf
af nýju, ef hann kýs að halda áfram náminu. Forpróf
í almennri lögfræði, bókfærslu og þjóðhagfræði halda þó
gildi sinu. Undanþágu undan þvi að þreyta fyrra hluta
próf af nýju má veita, ef stúdentinn hafa bagað veikindi
eða svipaðar vítaleysisástæður, að mati kennara deildar-
innar.“
68
Tímarit lögfræðinga