Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 25
því, að háskóli kæmist þar á fót. Árið 1474 fór Kristján
konungur I. til Rómar og kom því þá til leiðar, að hvöt-
um áhugamanna heima fyrir, að Sixtus páfi IV. levfði
það i bréfi til erkibiskupsins í Lundi 19. jan. 1475, að
háskóli yrði reistur i Danaveldi á þeim stað, er konungi
þætti henta. Röksemdin var sú, að enginn háskóli væri
í víðlendunr og fjölbyggðum löndum konungs né heldur
nálægum löndum, og væri því rétt, að efnt yrði til slikrar
stofnunar þar, til eflingar trúnni og gagns fyrir veraldar-
valdið. Þess var og getið, að erkibiskupnum í Lundi
væri falið að hafa umsjón með stofnuninni. Skyldi hann,
eða biskup þess biskupsdæmis, þar sem háskólanum yrði
ákveðinn staður, vera ævarandi kanslari háskólans og
liafa rétt á því að veita akademisk stig í öllum visinda-
greinum á sama hátt og með sama gildi og erkidjákn-
inn i Bologna hefði við háskólann þar.
Þótt erkibiskup sæti i Lundi, sem þá var í Danaveldi,
og þótt Hróarskelduhiskup væri talinn fremstur biskup
Danmerkur í þrengra skilningi, þá þótti þó enginn vafi
á því, að Kaupmannahöfn væri réttur staður liáskólans.
Hins vegar tók það alllangan tima að koma levfinu til
stofnunar háskóla í framkvæmd, þvi að livort tveggja
skorti, fjárhagslegan grundvöll og kennara. Það liðu um
þrjú ár áður en konungur gaf út Kbr. 4. okt. 1478, sem
nánast má telja stofnskrá háskólans. Hróarskeldubiskup,
Oluf Mortensen, og decanus capitulum i Kaupmanna-
höfn, Jesper Henriksen, áttu hér góðan hlut að. Þá leyfði
og Jens Brostrup erkibiskup í Lundi, að háskólann mætti
stofna, og hann skyldi njóta verndar sinnar. Jafn-
framt þessu var ákveðið, að mag. art. og lic. med. Peder
Albretsen skyldi fara utan til þess að ráða doktora og
meistara að deildum skólans, er ásamt honum skyldu
fh'tja erindi og veita akademísk stig á sanra veg og gerð-
ist við aðra löglega háskóla.
Peder Albretsen átti erfiðu hlutverki að gegna. Hinn
16. maí 1479, hélt hann þó hátíðlega innreið sina í Kaup-
Timarit löcjfræöinga
71