Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Síða 33
juris, þótt þeir væru að nafninu til tveir og stunduni þrir.
En þeir voru störfum hlaðnir á öðrum sviðum og oft
prófessorar í öðrum greinum svo sem sögu, heimspeki,
rökfræði og jafnvel stærðfræði. Þá var og oft um ólaun-
aða nafnbót að ræða. Laganám gat þó haft nokkra þýð-
ingu við embættaveitingar, einkum eftir að einveldi komst
á fót, en próf í lögum voru enn þá nær einsdæmi og
veittu engin sérstök réttindi. Lagasetning Kristjáns V.
liafði að vísu mikla þýðingu fvrir laganám almennt, og
nokkra að þvi er háskólanám snerti. Fornmenntastefnan
var nú á undanhaldi og einveldishugsjón kom í staðinn.
Fræðikenningar náttúruréttarins þokuðu því fyrir laga-
setningu einvaldskonungsins og lögfræðin fólst nú helzl
i samanburði og skýringum á D.L. Kr. V. annars vegar
og rómarréttiniun hins vegar. Viðskiptin við aðrar þjóðir
hlutu þó að leiða til athugunar á þeim sviðum réttarins
er helzt skiptu máli á þeim vettvangi.
Allmargir íslendingar stunduðu nám við Hafnarhá-
skóla á þessum tíma og þá lielzt guðfræðingar. Sumir
urðu að visu lögfræðilegir embættismenn, t. d. Jón Sig-
urðsson lögmaður á Revnistað, Jón Magnússon sýslu-
maður í Haga, Páll Guðbrandsson sýslumaður á Þing-
evrum, Steindór Gíslason sýslumaður i Snæfellsnessýslu,
Árni Oddsson lögmaður á Leirá, Magnús Björnsson lög-
maður að Munka-Þverá, Þórður Hinriksson sýslumaður
í Kjósarsýslu og alþingisskrifari, Gísli Magnússon (Visi-
Gísli) sýslumaður á Hlíðarenda, Magnús Jónsson lög-
sagnari að Sauðafelli í Dölum, Marteinn Rögnvaldsson
á Eiðum, sýslumaður í Norður-ísafjarðarsýslu, Björn
Gislason að Bæ á Rauðasandi, sýslumaður i Barðastrand-
arsýslu, Hákon Hannesson, sýslumaður í Rangárvalla-
sýslu, Benedikt Magnússon Beck, sýslumaður í Skaga-
fjarðarsýslu, Þorlákur Guðbrandsson sýslumaður i Norð-
ur-lsafjarðarsýslu, Brynjólfur Þórðarson Tliorlacius,
sýslumaður í Árnessýslu, Oddur Sigurðsson. varalögmað-
ur, sýslumaður í Snæfellsnessýslu, Dalasýslu m. m. Jón
Timarit lögfræðinga
79