Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 34
Jónsson, lögsagnari og sýslumaður í Múlasýslu, Benedikt Þorsteinsson lögmaður og sýslumaður í Þingeyjarsýslu, •Tóhann Christoffer Lauritzsen Gottrup, sýslumaður í Húnavatnssýslu, Hailgrimur Jónsson Thorlacius, sýsiu- maður í syðra hluta Múlasýslu, Jón Jónsson, sýslumað- ur í Vaðlaþingi, Sigurður Vigfússon (Islandströll), sýslu- maður í Dalasýslu, Nikulás Magnússon sýslumaður í Rangárþingi, Bjarni Halldórsson sýslumaður i Húnavatns- sýslu, Magnús Gíslason amtmaður (fjTstur Islendinga), Einar Magnússon, sýslumaður í Strandasýslu, Guðmund- ur Sigurðsson, landsþingsskrifari og sýslumaður í Snæ- fellsnessýslu, Erlendur Ölafsson sýslumaður í ísafjarðar- sýslu, Brynjólfur Sigurðsson sýslumaður í Árnessýslu, Skúli Magnússon landfógeti og sýslumaður í Skaftafells- sýslu og Skagafjarðarsýslu, Jón Benediktsson sýslumað- ur í Þingeyjarsýslu. Þessir menn hafa þó með vissu ekki fengið hin lög- fræðilegu embætti sin vegna laganáms við Hafnarhá- skóla, þótt það kunni einhverju að hafa skipt, enda var Jónsbók þá og lengi síðan grundvöllur lagaþekkingai- og lögfræði hér á landi, svo og reynsla i starfi. En embætta- veitingum réðu þá og löngum ýmis önnur sjónarmið en tillit til þekkingar og hæfni umsækjenda. Hafnarháskóli var á þessu tímabili mjög ófrjó stofn- un og að því er lögfræði snerti, litilmótlegur. Réttarfar í ríkinu var og með endemum, enda var framkvæmd þess á héraðsdómstigum helzt í höndum þjóna og ökumanna, nýriks aðals. Sunnar í álfunni — ekki sízt í Frakklandi — voru hins vegar öfl að verki, er síðar ollu straumhvörfum bæði í andlegum og veraldlegum málum. Að svo stöddu var þó aðeins um uppsiglingu hins svonefnda upplýsta einveldis að ræða. Þessi hreyf- ing barst til Danmerkur og hlaut að gera vart við sig í huga þeirra, sem töldu háskólanám skipta máli. Oft er það tilviljun, sem leysir úr læðingi öfl, sem fjötruð eru, og hér var tilviljunin bruninn mikli í Kaupmannahöfn 80 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.