Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 47
nivndahúsrekstur sáttmálasjóðs. Húsið var af ýnisuni talið vel við vöxt, en er fvrir löngu orðið of lítið. Ýms- ar byggingar hafa síðan verið reistar, svo sem leikfimi- hús, er síðar var byggt ofan á, og er það húsnæði notað fyrir rannsóknarstofur. Þá ber og að geta Atvinnudeild- arinnar, sem er í tengslum við háskólann, og eigi síður tilraunastöðvarinnar að Keldum, og ýmissar starfsemi læknadeildar, sem mjög hefur flutzt í húsakynni Land- spitalans, eins og eðlilegt er. Sú þróun hlýtur að halda áfram, og ætti þá að rýmast í háskólabyggingunni sjálfri. Mjög er og á dagskrá bókasafnsbygging, og þegar hún er komin á fót, má ætla að verulegur hluti af visinda- legu starfi heimspekideildarinnar, þ. e. íslenzk fræði, flytj- ist þangað. Raunvísindi hljóta að móta þróun háskól- ans, og er það vissulega rétt, enda horfir allt i þá átt. Hinar svonefndu liugvisindadeildir mega þó ekki gleymast. IV. Á þessum tímamótum háskólans er það helzt um laga- deildina að segja, að kennsluhættir hafa að ýmsu brevtzt frá því, sem áður var, eins og getið er hér að framan. Þær breytingar munu almennt taldar til bóta. Nemend- um hefur fjölgað mjög, en kennslukraftar hafa hins vegar litið aukizt. Prófessorar eru að vísu 4 nú, en voru upphaflega 3. Þá er og um dálitla aukakennslu að ræða. Engu að síður verður að telja verr að deildinni búið heldur en var í fvrstu, ef gætt er umróts þess, sem orðið hefur í heiminum á síðustu hálfri öld, og þá ekki sízt hér á landi. Fullt sjálfstæði þjóðarinnar, aukin sam- skipti við aðrar þjóðir og gjörbylting á sviði atvinnu- vega og tækni skapa öllum vandamál og ekki hvað sízt þeim, sem við lögfræðileg málefni fást. Vanda- málin blasa við, hvert sem litið er, hvort heldur hugsað er um líðandi stund, litið er um öxl eða horft fram. Ef jafnframt er litið til vaxandi nemenda- fjölda, fjölgunar námsgreina og skiptingu prófa, má það Timaril löc/fræöinga 93

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.