Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 50
Prófessor Ólafur Lárusson Yílinnin^aror^ Prófessor Ólafur Lárusson andaðist liinn 3. febr. 1961, eftir skamma sjúkdómslegu. Með honum er genginn einn hinn merkasti visindamaður ,er þjóð vor hefur alið, og einn iiinn virtasti landi vor innan lands og utan. I. Prófessor Ólafur Lárusson var fæddur í Selárdal í Barðastrandarsýslu hinn 25. febrúar 1885, og var þvi nærfellt 76 ára, er hann féll frá. Foreldrar hans voru prestshjónin þar, frú Ólafia Ólafsdóttir og síra Lárus Benediktsson. Standa að honum kunnar ættir á báða vegu. Var prófessor Ólafur fjórði maður frá Magnúsi dómstjóra Stephensen, en fimmti maður var hann á tvo vegu frá Ólafi stiftamtmanni Stefánssyni og sjötti mað- ur frá Magnúsi amtmanni Gíslasyni. Hann var og fjórði maður frá sira Þorvaldi Böðvarssyni og fimmti maður frá síra .Tóni Steingrímssyni. 1 föðurætt var próf. Ólafur af hinni kunnu Kjarnaætt, og var hann þriðji maður frá Þórði Pálssyni á Kjarna. Ennfremur var hann i föð- urætt af hinni kunnu Hrappseyjarætt. Ólafur lauk stúdentsprófi 1905. Stundaði hann nám i náttúrufræði við Kaupmannahafnarliáskóla á árunum 1905—1908, en hvarf frá því námi. Var hann alla stund mikill álnigamaður um þá fræðigrein og mjög vel að sér í ýmsum greinum liennar. Haustið 1908 settist hann í lagaskólann og var i fyrsta nemendahópnum, sem sótti þann skóla. Fluttist hann með lagaskólanum í háskól- ann, er hann var stofnaður, og var hann i hópi fvrstu kandidalanna, sem brautskráðir voru úr háskólanum vor- 96 Tímaril löcjfræðiriga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.