Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Qupperneq 52
ið 1912. Urðu þeir fjórir iögfræðikandidatar saman, og
var brautskráning þeirra merkisviðburður i sögu íslenzkr-
ar lögfræðingastéttar. Gerðist Ólafur nú um skeið mál-
flutningsmaður, en jafnframt stundaði hann störf bjá
borgarstjóranum í Reykjavík, og var um stund settur
borgarastjóri. Vera má, að rekja megi að einhverju leyti
binn mikla áhuga hans og þekkingu á sögu Reykjavikur
og nágrennis til þess tima, en víst er, að hann var einn
margfi'óðasti og gagnfróðasti maður um sögu Reykja-
víkur og raunar landnáms Ingólfs.
II.
Ævistarf sitt vann prófessor Ólafur mestmegnis við
háskólann. Hann tengdist háskólanum þegar 1915 og var
þá settur prófessor til 1917, í ráðhen-atíð Einars Arnórs-
sonar. Síðan kom hann að nýju að háskólanum, er pró-
fessor Jón Ki'istjánsson andaðist í nóv. 1918. Gegndi
hann upp frá því prófessorsembætti óslitið allt til 1955,
er hann hvarf frá starfi vegna ákvæða laga um aldurs-
hámarlc opinherra starfsmanna. Eftir það kenndi hann
þó réttai’sögu i einn vetur. Telst mér til, að hann hafi
starfað allra manna lengst sem prófessor við liáskólann,
eða i full 38 ár. Jafnfi’amt má benda á, að hann er eini
prófessorinn í lögfi’æði, sem horfið hefur frá emhætti
aldurs vegna. Vann hann liáskólanum allt það, er hann
mátti, og stóð dyggan vörð um sæmd skólans og rétt
í hvívetna.
Prófessor Ólafur Lárusson á fleiri nemendur í hópi
íslenzkra lögfræðinga en nokkur maður annar, Braut-
skráðir kandídatar í kennaratíð hans eru nærfellt 360,
en alls höfðu 428 kandidatar í lögfi’æði lokið embættis-
prófi hér frá stofnun háskólans, er hann andaðist. Eftir að
próf. Ólafur hvarf frá kennarastarfi sinu, hafa lokið prófi
u.þ.h. 50 kandídatar, en þeir eru þó flestir nemendur hans
að nokkru. Má þvi heita, að hann sé kennari allra starf-
andi lögfræðinga landsins, heillar akademískrar stéttar,
98
Timaril löf/fnröiiuja