Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 59
IQlt^eÁ ejtir Oíaj <=Hc aruóóon: Félagsmálalöggjöf íslendinga á 12. öld Á þingi norrænna lagamanna, sem haldið var hér á landi sumarið 1960, flutti dr. Ólafur Lárusson erindi það, sem hér birtist. Erindið var samið og flutt á dönsku, en þýtt að tilhlut- an Morgunblaðsins og birt þar 14. ágúst 1960. Sú þýðing er endurprentuð hér. Hér er um gagnmerkt erindi að ræða, eins og vænta mátti, og þykir því rétt að birta það í þessu riti, enda eru þeir fáir, sem halda dagblöðum saman, Erindið mun vera hið síðasta, sem dr. Ólafur lét frá sér fara um lögfræðileg efni á opinberum vettvangi. Þeir þættir úr félagsmálalöggjöf Islands, sem ég mun fjalla um að þessu sinni, eru nokkur ákvæði í Grágás, sem %’arða að nokkru lej'ti fátækraframfærslu og að öðru leyti vissar ráðstafanir, sem áttu að koma í veg fyrir, að flækingar yrðu öðrum til byrði. Frá örófi alda hefur mannkynið jafnan orðið að ráða fram úr því vandamáli, hvernig fara ætti með þá samfélagsborgara, sem af ein- hverjum ástæðum gátu ekki framflevtt sér sjálfir. Þetta vandamál hefur á ýmsum timum verið leyst á ólíkan hátt. Sá siður tíðkaðist meðal frumstæðra þjóða, að út- skúfa hinum hágstöddu, en nú er hin mannúðlega um- önúun þjóðfélagsins komin til sögunnar. Þau ákvæði i Grágás, sem ég mun ræða um, sýna, hvernig íslending- ar leituðust við að leysa þetta vandamál fvrir sjö til átta hundruð árum. Ég skal taka fram, að nafnið Grágás er samheiti á handritum, lagalegs efnis, sem varðveitzt hafa frá dög- um hins forna þjóðveldis. 10ö Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.