Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 69

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Side 69
greiðslu, en einfaldan við aðra. Einnig var rætt um það, hvaða störf væru ósamrímanleg dómarastöðunni. Hér er einungis um aukastarf að ræða, enda gegna dómarar ýmsum ábyrgðarstörfum, hver í sínu lieimalandi. Lík- legt þótti, að aðalstörf dómaraefna væru dómstörf, laga- kennsla, málfærsla, embættisstörf á vegum framkvæmda- valdsins og þingmannastörf. Enginn vafi var um dóm- ara, prófessora og málfærslumenn.. Á hinn bóginn komu lögfræðilegir ráðunautar ríkisstjórna ekki til greina. Vafi ríkti hins vegar um þingmenn. Ljóst er og, að sami maður getur ekki bæði átt sæti í Mannréttindanefndinni og dóm- stólnum. Engin ályktun var gerð um þetta efni, en dóm- stóllinn tók það til meðfei'ðar, þegar hann setti sér dóm- sköp. Var þar ákveðið, að dómari mætti eklci gegna starfi sínu meðan hann ætti sæti í rikisstjórn eða hefði með höndum starf, sem kvnni að veikja traust á algjöru sjálfstæði hans. Dómstólinn sker sjálfur úr, ef vafi ris. Að sjálfsögðu eru dómararnir einungis bundnir við sann- færingu sina í dómstörfunum. Áður en dómari hefur störf, ber honum að vinna eið eða gefa um það hátíð- lega vfirlýsingu, að liann muni rækja störf sin sjálfstætt og óvilhallt. Þessi heitfesting dómaranna fór fram við virðulega athöfn þann 20. april 1959 á tíu ára afmælis- hátið Evrópuráðsins. Var Iienni sjónvarpað um mörg lönd. Forseti dómstólsins var kosinn Lord McNair, en hann var áður forseti Alþjóðadómstólsins í Haag. Mannréttindanefndin tekur við erindum frá sérhverju aðildarriki um hvers konar Isrot annars aðildarríkis á sáttmálanum. Einnig frá hvaða einstaklingi sem er, einka- samtökum eða hópi einstalclinga, sem halda því fram, að aðildarrílcin Iiafi hrotið á þeim réttindi þau, sem lýst er í sáttmálanum, enda liafi það aðildarríki, sem kært hefur verið, lýst því vfir, að það viðurkenni, að nefndin sé bær að fjalla um slík erindi. Hlutverk nefndarinnar er að reyna að koma á sáttum, ef mögulegt er, en þó þannig, að virt séu mannréttindi þau, sem skýrgreind Tímarit lögfræðincja 115

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.