Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 79

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 79
hafi brolið ákvæði sáttmálans og komi ])ví bætur til Law- less ekki til álita. Var dómurinn einróma að niður- stöðu til. Annað mál, sem dómstóllinn befur fjallað um, varðar belgiskan blaðamann,De Becker að nafni,sem var sakfelld- ur fvrir samvinnu við óvinaríki á striðsárunum. Var liann dæmdur til dauða, en náðaður og siðar látinn laus. Sam- kvæmt belgiskum lögum eru þeir, sem með dómi eru sviptir frelsi í fimm ár eða lengur vegna brots gegn ör- yggi ríkisins á styrjaldartímum, meðal annars sviptir ævi- langt rétti til bvers konar starfa við blöð eða afskipta af annarri útgáfustarfsemi, rétti til afskipta af menning- arlegum sýningum, íþróttasýningum eða skemmtistarf- semi og rétti til afskipta af leikbús-, kvikmynda- eða útvarpsrekstri. De Becker taldi þessi ákvæði brot á 10. gr. Mannréttindasáttmálans, sem fjallar um skoðana- og tjáningarfrelsi. 1 máli þessu liafði munnlegur málflutn- ingur verið ákveðinn þann 3. júli s.l., en nokkrum dög- um áður tilkynnti belgiska stjórnin dómstólnum, að hegn- ingarlögunum befði verið brevtt á þann veg, að nú væri ekkert því til fyrirstöðu, að De Becker bæfi blaðamennsku, þó ekki um stjórnmál. Taldi stjórnin þetta nægar úr- bætur, en málið er ekki enn til lykta leitt, þótt De Becker bafi síðar lýst því yfir, að bann muni una þessum mála- lokum. Kemur málið fyrir dómstólinn í febrúarmán- uði næstk. IV. Mannréttindasáttmálinn befur verið gerður að lögum í nokkrum aðildarríkjum og er bluti af stjórnarskrá rík- isins í einu þeirra, Austurríki. Hér á íslandi hefur bann ekki lagagildi. Svo er einnig í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Samkvæmt heimild í þingsályktun frá 19. des- ember 1952 var fullgildingarskjal Islands undirritað. Ef mál það, sem lagt var fyrir Mannréttindanefndina af bálfu Guðmundar Guðmundssonar og Trésmiðjunnar Tínmrit löcjfræðinga 125

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.