Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 86

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 86
sagnar félagsins um löggjafarmál og félagið látið þau sig skipta bæði beinl og óbeint. Loks ber að geta þess, að félagið átti frumkvæðið að slofnun ritsins, sem grein þessi birtist í og hefur lengst af borið hitann og þung- ann af útgáfu þess. í afmælishófi félagsins bar Ármann Snævarr, háskóla- reklor, fram árnaðaróskir af hálfu lögfræðingastéttar- innar, en aðalræðuna fvrir minni félagsins flutti Egill Sigurgeirsson hrl. Hann er einn þeirra, sem einna lengst hafa setið í stjórn félagsins og annazl gjaldkerastörf af mikilli forsjálni, enda stendur fjárhagur félagsins með hlóma. Af tilefni afmælisins var Lárus Jóhannesson hæsta- réttardómari kjöi'inn heiðursfélagi, enda mun hann hafa gegnt formannstörfum lengst allra, og reyndist þar hinn þarfasti maður. Tvo heiðursfélaga hafði félagið áður kjörið, þá Svein Björnsson forseta Islands og Lárus Fjeldsted hrl. Hinn fvrrnefndi var, eins og áður er sagt, annar frumkvöðla félagsins, löngum í stjórn þess og hinn bezti félagsmaður á meðan hann stundaði málflutning, en síðan velvildar- maður þess alla stund. Lárus Fjeldsted er hinn eini af stofnendum félagsins, sem hefur verið félagsmaður frá upphafi þess og er enn. Hann hefur verið í stjórn þess og ágætur félagsmaður bæði inn á við og út á við. Þessu stutta spjalli lýk ég með beztu árnaðaróskum félaginu til handa og þökk fyrir störf þess um hálfrar aldar skeið i þágu laga og réttar hér á landi. Th. B. L. 132 Timarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.