Tímarit lögfræðinga - 01.06.1961, Page 87
Á víð og dreif
Prófraun hæstaréttarlögmanna hafa lokið á árinu 1961:
Gísli Einarsson 12. júní. Að lagaprófi loknu var hann
um sinn fulltrúi á skrifstofu Eggerts Claessen og Gúst
afs A. Sveinssonar, en hefur hin síðari ár rekið sjálf-
stæða máiflutningsskrifstofu.
Gísli fsleifsson 14. okt. Hann stundaði að prófi loknu
framhaldsnám i flugrétti við MoGill háskólann í Montreal,
Kanada, en hefur annars stundað málflutning og vinnur
í skrifstofu L. Fjeldsted, Á. Fjeldsted og Ben. Sigurjóns-
sonar.
Sveinn Snorrason 2. nóv. Hann var um árabil fulltrúi
sakadómara. Hin síðari ár hefur hann rekið sjálfstæða
málflutningsskrifstofu.
Þorvaldur Lúðvíksson 4. nóv. Hann hefur stundað mál-
flutningsstörf síðan hann lauk prófi. Var um sinn í fé-
lagi við Sigurð Ólason hrl., en rekur nú sjálfstæða skrif-
stofu.
Páll Líndal 4. des. Hefur unnið á skrifstofu borgar-
stjóra Revkjavíkur siðan hann lauk prófi, fyrst sem full-
trúi, en síðar sem skrifstofstjóri og vara-borgarritari.
NÝTT TÍMARIT. Lögmannafélag Islands hefur á
prjónunum útgáfu nýs tímarits, sem ætlazt er til að komi
út 3—4 sinnum á ári, og verði hvert hefti 16 bls. Ritinu
mun einkum ætlað að vera stéttarmálgagn málflutnings-
manna og fréttablað þeirra.
Tímarit lögfræðinga
133