Tímarit lögfræðinga - 01.06.1972, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1972, Blaðsíða 13
Ef litið er á allar þær reglur um örorkumöt í slysa- tryggingu, sem hafa komið fram á Norðurlöndum, gengur þar eins og rauður þráður í gegn, að reynt er að setja fram töflur um örorkumatið. Menn eru ekki sammála um, hvar töflur um örorkumat hafi fyrst verið samdar, en það er mjög líklegt, að þær hafi fyrst verið samdar í Austurríki eða Þýzkalandi á árunum 1880 til 1890. Er talið, a. m. k. af sumum, að til grundvallar þeim hafi verið lagðar athuganir á þvi, hvernig verkamönnum, þá fyrst og fremst námamönnum, sem höfðu misst fingur eða limi, gekk að vinna fyrir sér. Upphaflega hafi þvi töflurnar verið hugsaðar til að mæla þann raunverulega missi á starfsgetu, sem sá slasaði varð fyrir. Hins vegar er enginn vafi á því, að síðar gleymdist þessi upphaflegi tilgangur taflanna, ef hann hefur þá verið raun- verulegur. Matstöflur eru nú undantekningarlaust skoð- aðar sem læknisfræðilegar matstöflur, þ. e. a. s. mat á missi slasaða frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Þetta kemur mjög glöggt fram t. d. í örorkumatstöflum brezkum, þar sem mjög er undirstrikað, að örorkumatið sé til að bæta mönnum missinn sem slíkan og þá lífsánægju, sem þeir fara á mis við vegna þessa missis. Hér er raunverulega komið að kjarna málsins: Hvert á að vera markmið örorkumatsins? Á að meta starfsgetu viðkomanda og hæfileika hans til tekjuöflunar fyrir og eftir slysið eða er það fyrst og fremst markmiðið að áætla og leggja til grundvallar læknisfræðilega þekkingu, hvað missir líkamshluta, hæfileika eða annars er mikils virði? Eins og áður sagði er sums staðar sú skoðun ríkjandi, að við örorkumöt vegna slysa eigi alls ekki að taka tillit til vinnugetu, heldur eingöngu að meta í þeim tilgangi að bæla þann líkamlega eða andlega missi, sem maðurinn hafi orðið fyrir. Þannig er þetta útfært mjög ítarlega hjá Bret- um. Þeir bæta ekki missi annars n>rra vegna slyss, ef hitt nýrað er heilbrigt, á þeirri forsendu, að maður hafi enga hugmynd um, hvort hann er með eitt nýra eða tvö, ef Timarit lönfræðinga 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.