Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1972, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1972, Page 17
Cjunnar lílíj. CjLijmundiion liœítaréttartöcjtnajnir: UM ÖRORKUMÖT Grein sú, sem hér birtist, er erindi, sem ég flutti á fundi í Lögfræðingafélagi íslands 22. febrúar 1972, en á fundi þessum hafði ég ásamt Páli Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra, framsögu um örorkumöt. Að fundi loknum falaðist formaður félagsins eftir því við frummælendur, að þeir létu þess kost, að erindin birtust í Tímariti lögfræðinga. Varð það úr, og þó með hálfum huga af minni hálfu, því að erindið var ekki hugsað sem fræði- legt framlag til birtingar á prenti, heldur sem almennar hug- leiðingar byggðar á langri starfsreynslu. Það, sem einkum réði hér úrslitum, voru næsta athyglisverðar upplýsingar, sem fram komu í framsöguerindi Páls Sigurðssonar um raungildi ör- orkumats. Lýsti hann því yfir, að framkvæmd örorkumats hér- lendis væri eingöngu byggð á læknisfræðilegum sjónarmiðum og ekki tekið tillit til þess, hvort um raunverulega skerðingu starfsorku væri að ræða. Samkvæmt því hníga örorkumöt hér- lendis alfarið að röskun á lífsaðstöðu tjónþola í þjóðfélaginu alveg án tillits til þess, hvort þau meiðsli, sem um er að tefla hverju sinni, hafi valdið eða séu fallin til að valda rýrari tekjumöguleikum vegna skertrar starfsorku. Jafnframt var því lýst yfir af ræðumanni, að í langflestum tilvikum, þegar ekki er um því meiri örorku að tefla, sé ekki að neinu leyti um raunhæfa skerðingu starfsorku að ræða, en í sumum tilvikum batni aðstaða tjónþola til tekjuöflunar. Frmangreindar upplýsingar vöktu eðlilega mikla athygh á fundinum, því að á augabragði fengu menn að vita það um raungildi örorkumats sem sönnunargagns um fjárhagslegt tjón af völdum slysa, er þá hafði áður grunað, að gæti verið raunin að vissu leyti. Það hefur sem sagt lengi verið almenn skoðun í hópi lögfræðinga, sem helzt hafa um slík mál fjallað, að ör- orkumöt væru iðulega næsta óraunhæfur mælikvarði á skerta starfsorku. Þegar þessi vitneskja hefur nú verið kunngjörð, liggur í augum uppi, að tjón af völdum slysa á fólki hafa hérlendis Tímarit lögfræðinga 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.