Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 5

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 5
HAUKUR CLAESSEN t Það hörmulega slys varð 26. marz s.l., að fiugvélin TF-VOR fórst við Búrfell, norðan Langjökuls, og með henni fimm mætir menn. Einn þeirra sem fórust var Haukur Claessen varaflugmálastjóri. Haukur Claessen var fæddur 26. marz 1918 og bar því dánardaginn upp á 55. afmælisdag hans. Foreldrar Hauks voru Arent Claessen, stórkaupmaður og aðalræðismaður, og kona hans, Helga Kristín Þórðardóttir. Haukur lauk stúdentsprófi 1936 og lögfræði- prófi frá Háskóla Islands í janúar 1941. Næstu árin stundaði Haukur ýmis konar lög- fræðistörf og verzlunarstörf, en 1. janúar 1948 hóf hann störf hjá flugmálastjórn og starfaði þar til dauðadags, og fyrir þau störf var hann þekktastur. — Frá 1. nóvember 1948 til 1. nóvember 1955 var Haukur flug- vallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, en flutti sig þá um set í aðalstöðvar flug- málastjórnar í Reykjavík. Hinn 9. desember 1959 tók hann síðan við því starfi, sem hann gegndi lengst, sem var framkvæmdastjórn allra flugvalla hér á landi utan Reykjavíkur og Keflavíkur. Jafnframt var Haukur 15. ágúst 1960 skip- aður fastur staðgengill flugmálastjóra og frá 1. jan. 1971 varaformaðurflugráðs. Haukur átti fleiri áhugamál en flugmálin. Hann var mjög hneigður fyrir búskap og átti bú að Fossi í Grímsnesi. Hafði hann þar fjárbú um hríð, en síðar hrossabú og undi sér vel þar, ef hann átti heimangengt frá embættinu, sem þó átti forgangsrétt til hverrar stundar. Haukur kvæntist 1941 eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Arnbjarnardóttur, og eignuðust þau þrjú myndarbörn, Sigríði Ingibjörgu, f. 1943, gifta Júlíusi Sæ- berg Ólafssyni viðskiptafræðingi og framkvæmdastjóra, Gunnlaug lögfræð- ing, f. 1946, sem kvæntur er Helgu Hjálmtýsdóttur, og Helgu Kristínu, f. 1955. Haukur var glæsimenni á velli og ágætur íþróttamaður á yngri árum. Hann var skarpgreindur, hógvær í framkomu og orðvar. Sá sem þetta ritar hafði nær daglegt samband við Hauk í hálfan annan áratug, án þess að nokkur skuggi félli á samstarfið. Greindi okkur þó stundum á um málefni eins og eðlilegt er, en þótt hann héldi fast við sínar skoðanir, þá bar málflutningur hans alltaf vott um virðingu fyrir rétti annarra til að hafa eigin skoðanir. Ég man ekki til, að ég heyrði hann tala misjafnt um nokkurn mann, hann ræddi málin alltaf efnislega og var aldrei „subjectivur". i starfi sínu þurfti Haukur að skipta við marga, einkum í sambandi við flugvallagerðir víða um land. Með lagni sinni og þolinmæði tókst honum nær alltaf að leysa málin án sárinda eða deilna. 3

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.