Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Síða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Síða 6
Þannig verður Haukur vinum og samstarfsfólki minnisstæður sem góður maður og gegn í hverju starfi, hógvær, velviljaður og mannasættir. Þessar minningar mega ekki hverfa í skugga saknaðar yfir sviplegri brott- för Hauks Claessen úr þessu lífi, langt fyrir aldur fram. Brynjólfur Ingólfsson HAUKUR DAVÍÐSSON Haukur Davíðsson, fulltrúi yfirborgarfógetans í Reykjavík, andaðist 12. febrúar síðastliðinn eftir stranga sjúkdómslegu. Ég kynntist Hauki fyrst, er við urðum sam- starfsmenn við borgarfógetaembættið árið 1965. Þau kynni voru því ekki ýkja löng, en einungis góð, og þá sögu ætla ég alla hafa að segja, sem við hann kynntust, jafnt í embættis- störfum sem í einkalífi. Slík var meðfædd prúð- mennska hans og fágað uppeldi. Haukur var fæddur á Eskifirði 10. apríl 1925, sonur Davíðs póstmeistara Jóhannessonar og fyrri konu hans, Ingibjargar Árnadóttur. Hann missti móður sína ungur, en naut að henni lát- inni umhyggju móðursystur sinnar og síðar stjúpmóður, Sigrúnar Árnadóttur. Faðir hans var sonur Davíðs Ólafssonar sýslumanns Skagfirðinga, en móðirin dóttir Árna umboðsmanns Árnasonar frá Höfðahólum. Þær ættir eru svo kunnar af dugn- aðar- og mannkostamönum, að óþarft er að rekja. Um skeið dvaldist hann á skólaárunum hjá föðurbróður sínum, Alexander Jóhannessyni háskólarektor. Þess mæta frænda síns minntist hann oft með virðingu og þakklæti. Að loknu embættisprófi árið 1953 urðu lögfræðistörf í ýmsum greinum vett- vangur Hauks. Mér er ekki grunlaust, að honum hefði verið kærar að leggja annað fyrir sig, en enginn fær því að öllu ráðið, hvernig tilveran skolar til hlut- skiptunum, en hann átti þann manndóm að taka því, sem að höndum bar. Árin 1954—1960 var Haukur fulltrúi við bæjarfógetaembættið á isafirði og í Neskaupstað og um skeið settur þar bæjarfógeti. Þarna náði hann haldgóðri þekkingu á störfum bæjarfógeta og sýslumanna, enda var síðan óspart til hans leitað, ef aðstoðar var vant við héraðsdómaraembætti víðs vegar um landið. Handtök hans reyndust þá jafnan sem endranær drjúg og örugg. Hann kunni því vel að hlaupa þannig í skarðið. Því fylgdi tilbreyting og ný kynni, sem hann naut, því að fábreytni var honum aldrei að skapi. Það mun aldrei hafa verið ætlun Hauks að gerast fastur embættismaður. Því greri ekki um hann í þeim störfum, þótt honum eyddist við þau drýgsti tími starfsævinnar. Eftir að hann gerðist fulltrúi við borgarfógetaembættið. hvarf hann um stund að lögmannsstörfum, en févana fjölskyldumanni varð það erfitt að bíða arðs af þeirri starfsemi, enda var Hauki margt betur gefið en að innheimta eigin reikninga. Hann tók þess vegna því boði að hverfa aftur til starfa við borgarfógetaembættið, þegar þar losnaði sæti. Því fögnuðu 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.