Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 10
3. Lagastarf Evrópuráðsins hefur einkum beinzt að tveimur sviðum: alþjóðlegum einkamálaréttarreglum og verzlunarréttarreglum ann- ars vegar og afbrotavandmálum og sakfræði hins vegar. 4. Þjóðaréttur, einkamálaréttur og verzlunarréttur. Ráðherranefnd Evrópuráðsins samþykkti 1963 að stofna Lagasam- starfsnefnd Evrópu (European Committee on Legal Co-operation, CCJ). Var ástæðan sú, að ljóslega var þörf á að hafa við að styðjast vel skipulagða og virka starfsáætlun um lögfræðileg málefni. 1 ályktun ráðherranefndarinnar nr. (63)29 um „Lagaáætlun Evrópu- ráðsins" er hlutverki CCJ lýst með þessum orðum: „(a) að framkvæma Lagaáætlun Evrópuráðsins, samræma störf eftir henni og hafa umsjón með þeim, (b) að bæta við áætlunina eða fella úr henni, einkum með hlið- sjón af ályktunum ráðgjafarþingsins og tillögum ríkisstjórna eða alþjóðastofnana, (c) að setja á fót að fengnu samþykki ráðherranefndarinnar und- irnefndir og sérfræðinganefndir í því skyni að framkvæma Lagaáætlunina, — og að setja nefndunum erindisbréf, (d) að kanna, eftir því sem við á og með hliðsjón af álitsgerðum ríkisstjórna eða ráðgjafarþingsins, tillögur eða niðurstöður, sem fram koma í sérfræðinganefndum, áður en þær eru lagð- ar fyrir ráðherranefndina, (e) að fylgjast með starfsemi í öðrum stofnunum eða hjá öðrum aðilum í því skyni að koma á virkri samræmingu á störfum og aukinni samvinnu um sameiginleg hagsmunamál, Dr. Heribert Golsong forstjóri lagadeildar Evrópuráðsins er fæddur 1927 í Oberhausen í Vestur-Þýzkalandi. Hann nam lögfræði í Köln, Wurtzburg og Bonn, en réðst í þjónustu Evrópuráðsins 1954. Hann varð aðstoðarritari mannréttindadómstóls Evrópu 1960 og ritari dómsins þrem árum síðar. Forstjóri lagadeild- ar Evrópuráðsins varð hann 1965, en gegndi jafnframt dómritarastarfinu til 1968. — Grein þá, sem hér birtist, samdi dr. Golsong fyrir Tímarit lögfræðinga. Segir hann þar frá starf- semi Evrópuráðsins að lögfræðilegum mál- efnum, öðrum en mannréttindamálum, og er m. a. vikið að þætti Islands í störfum ráðsins. 8

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.