Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 11
(f) að koma á viðræðum, ef við á, milli ríkisstjórna aðildarríkja um lagamálefni, þar sem hagsmunir eru sameiginlegir, en að málum er unnið utan Evrópuráðsins, (g) að fylgjast með undirritunum og fullgildingum samninga, sem varða starfssvið ráðherranefndarinnar, og öðrum al- þjóðasamningum, sem kunna að varða sameiginlega hags- muni aðildarríkja Evrópuráðsins, (h) að vinna önnur þau störf, sem ráðherranefndin kann að fela því.“ 5. CCJ hefur stofnað allmargar sérfræðinganefndir til að vinna að verkefnum þeim, sem talin voru. Hafa nefndir þessar kannað margs konar mál, ýmist í því skyni að semja tillögur að alþjóðasamning- um eða setja fram leiðbeiningarsjónarmið fyrir ráðherranefndina. Hefur hún nýtt þessar leiðbeiningar á þann hátt að gera ályktanir, sem beint er til ríkisstjórna aðildarríkjanna. Nokkrir Evrópusamn- ingar á sviði alþjóðlegs einkamálaréttar og verzlunarréttar hafa verið undirbúnir af þessum nefndum, en síðar lagðir fyrir aðildar- ríkin, fullgiltir og látnir koma til framkvæmda. 6. Hér skulu nefndir samningar, sem af íslands hálfu hafa verið undir- ritaðir og fullgiltir. Sýna þeir, að Evrópuráðið hefur með marg- víslegum hætti unnið að samræmingu laga í álfunni. (a) Evrópusamningur um upplýsingar um erlenda löggjöf, sbr. auglýsingu nr. 16/1969. Með þessum samningi er komið á kerfi, sem dómstóll í ríki, er hef ur fullgilt samninginn, getur notað til að afla upplýsinga um lagareglur, þ. á m. réttarfarsreglur, í öðru ríki, sem full- gilt hefur með sama hætti. Má nota þetta kerfi á sviði einka- málaréttar og verzlunarréttar. 1 samþykktinni eru ákvæði um þá aðila, sem slíkra upplýsinga geta leitað, um efni tilmæla um upplýsingar, aðferðir við að koma þeim á framfæri, þýð- ingu svara, fresti til að svara, undanþágu frá svarskyldu o.fl. (b) Evrópusamningur um formsatriði við umsóknir um einka- leyfi, sbr. auglýsingu nr. 5/1966. í þessum samningi koma fram skilyrði fyrir því, að umsókn verði lögð fram, reglur um lýsingu á uppgötvunum og frá- gang skýringarteikninga. 1 samningsviðauka eru eyðublaða- form fyrir einkaleyfaumsóknir. (c) Evrópusamningur um vernd dýra í millilandaflutningum, sbr. auglýsingu nr. 8/1969. 1 þessum samningi eru reglur, sem miða að því að koma í veg 9

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.