Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 17

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 17
stjóra heimilt að leiðrétta einstaka liði, ef telja má, að óyggjandi upp- lýsingar séu fyrir hendi, en í þeim tilvikum skal skattþegni strax gert viðvart. Sem dæmi um slíkar breytingar má nefna, að skattstjóri ætti að geta fært inn á framtalið arð af hlutafé, sé arðurinn og hlutaféð uppgefið og talið fram af framteljanda. Aðrar breytingar getur skattstjóri ekki gert, nema hann fullnægi áskorunarskyldu sinni skv. 37. gr., en þar segir: „Nú er framtalsskýrsla eða einstakir liðir hennar ófullnægjandi, óglögg eða tortryggileg eða skattstjóri telur þurfa nánari skýringar á einhverju atriði, og skal hann þá skora á framteljanda að láta í té skýringar eða gögn, er á skortir, innan ákveðins tíma, og er framteljanda skylt að verða við áskorun skattstjóra.“ Dæmi um, að hækkun sé felld niður, vegna þess að skattþegni hafi ekki verið gefinn kostur á að gefa skýringu er að finna í Hrd. XXX bls. 755. Ef skattstjóri fær fullnægjandi svar, leggur hann skatt á samkvæmt framkomnum skýringum, og hafi skattþegn bætt með skýringum sínum úr göllum á framtali sínu, er skattstjóra heimilt skv. 1. mgr. 47. gr. að bæta allt að 15% við þær tekjur og/eða eign, sem skattþegn kann að hafa undanfellt í framtali sínu. Hafi skattþegn hins vegar ekki gefið fullnægjandi svar við fyrir- spurn skattstjóra, skal skattstjóri áætla tekjur og eign skattþegns eftir beztu vitund og ákveða skatta hans í samræmi við þá áætlun, þó þannig að skattstjóri skal bæta 25% við þær tekjur og/eða eign, sem hann áætlar, að skattþegn hafi undanfellt í framtali sínu, sbr. 2. mgr. 47. gr. Niðurstöðu skal jafnan senda skattþegni skriflega, nema ókunnugt sé um dvalarstað hans eða umboðsmanns hans. Helgi V. Jónsson hdl. og löggiltur endurskoð- andi hefur verið borgarendurskoðandi í Reykja- vík síðan 1966. Hann átti sæti í ríkisskattanefnd 1969—1972. Erindið, sem hér birtist, var flutt 23. nóvember 1972 á skattaréttarnámskeiði því, sem lögfræðingafélagið hélt í samvinnu við lagadeild og lögmannafélagið. — Helgi fjall- ar hér um störf skattstjóra við álagningu og um þau úrræði, sem til greina koma, ef skatt- þegn vill ekki una álagningu, þ.e. kæru til skattstjóra og síðar ríkisskattanefndar, beiðni til skattstjóra um skattalækkun skv. 52. gr. laga nr. 68/1971, ósk til ríkisskattstjóra um upp- töku málsins skv. 42. gr. sömu laga og 16. gr. laga nr. 7/1972 og loks málskot til dómstóla. 15

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.