Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Síða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Síða 24
Lögin gera ráð fyrir, að úrskurðir nefndarinnar geti verið tvenny konar. 1 venjulegum kærumálum er gert ráð fyrir, að úrskurðirnir séu rökstuddir þannig, að aðilar megi sjá, á hvaða kæruatriðum og skattheimildum álagning sé byggð, og er þá ekki ætlazt til, að fram komi málavaxtalýsing og kröfugerð. Sé hins vegar um að ræða úrskurð í málum, sem hlotið hafa sérstaka kærumeðferð, skulu þeir vera enn frekar rökstuddir og þá væntanlega eins og dómar í einkamálum skv. réttarfarslögum. Úrskurðum í hinum venjulegu kærumálum skal lokið sex mánuðum eftir að kærur bárust nefndinni, en í hinum sérstöku kærumálum er nefndin óbundin um tímamörk. Spurning kann að vakna um, hvaða áhrif það hafi, ef skattayfirvöld ljúka ekki úrskurðum sínum innan tilskilins frests. Með dómi hæstaréttar í XIX. bindi bls. 179 er úr þessu skorið, en þar voru málavextir þeir, að ríkisskattanefnd hafði lækkað útsvar skattþegns, og hafði skattþegninn greitt útsvarið að fullu, áður en úrskurður ríkisskattanefndar féll. Krafði því skattþegninn sveitarfé- lagið um endurgreiðslu, en það synjaði á þeim grundvelli, að ríkis- skattanefnd hefði kveðið upp úrskurð sinn, eftir að liðinn var frestur sá, sem henni var til þess veittur í lögum. Þessi andmæli sveitarfó- lagsins voru ekki tekin til greina, og tekið var fram í dómnum, að tilgreint ákvæði væri verklagsregla, sem sett væri ríkisskattanefnd, og ylli brot á reglunni ekki ónýtingu úrskurðar. Samkvæmt 8. mgr. 41. gr. er úrskurður ríkisskattanefndar fulln- aðarúrskurður um skattfjárhæð, en ágreining um skattskyldu má bera undir dómstóla. Ákvæði þetta þýðir, að dómstólar geta ekki kveðið á um skattfjárhæðir í dómum sínum, heldur aðeins um skattstofn, þ. e. hvort skattayfirvöld hafi ákvarðað hreinar tekjur og eign skatt- þegns innan marka laganna og að viðkomandi skattþegn sé skattskyld- ur. I þessu sambandi skal bent á Hrd. XXVII bls. 268. Þar voru mála- vextir þeir, að lagt hafði verið á félag, sem taldi sig ekki félag í skiln- ingi skattalaga. Hafði félagið ekki sent framtal, og hafði skattstjóri því áætlað því tekjur og eign. Málið var kært til ríkisskattanefndar, sem taldi félagið ekki skattskylt og felldi álagninguna niður. Fjár- málaráðherra skaut málinu til dómstólanna og gerði þá kröfu, að skatt- skylda félagsins yrði viðurkennd og félaginu yrði gert að greiða skatta þá, sem skattstjóri hafði ákveðið. Hæstiréttur kvað félagið skattskylt, en sýknaði að svo stöddu, þar sem enn hefði eigi verið efni til, að ríkis- skattanefnd kvæði á um fjárhæð skattgjaldanna. Þá má benda á dómsorð undirréttardóms í Hrd. XXXVI bls. 759, en 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.