Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Síða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Síða 25
þar segir: „TJtsvarsálagning á stefnanda, Sigurð Þórðarson, árið 1961 skal vera ógild og er lagt fyrir stefnda, hreppsnefnd Nauteyrarhrepps, að umreikna útsvarið þannig, að niðurskurðarbætur stefnanda kr. 112.000.00, verði dregnar frá framtalsskyldum tekjum.'" Til viðbótar þessum dómum má nefna Hrd. XXIII bls. 391, XXV bls. 85, XXXI bls. 257 og 364, XVII bls. 127, I bls. 319, V bls. 41 og 485, XV bls. 347. Orðalag greinarinnar um, að úrskurðir ríkisskattanefndar séu fulln- aðarúrskurðir, þýða einnig, að úrskurði hennar verður ekki skotið til fjármálaráðherra sem æðra stjórnvalds. Þó að úrskurðir ríkisskattanefndar séu taldir fullnaðarúrskurðir, geta þeir aðeins verið bindandi um þau atriði, sem úrskurðurinn fjall- ar um. Komi fram nýjar upplýsingar síðar, t. d. að skattþegn hafi gerzt sekur um skattsvik, geta skattayfirvöld tekið mál hans upp, þó að ríkisskattanefnd hafi áður úrskurðað um skatta hans. Skattbeiðnir Þó að skattþegn hafi ekki kært, eða hafi hann kært of seint og kæru hans hafi því verið vísað frá, getur hann sótt um lækkun tekjuskatts, þegar svo stendur á, sem í 52. gr. segir. Heimild þessi nær til skatt- stjóra, en einnig hefur ríkisskattstjóri tekið upp mál skv. þessari grein með heimild í 4. mgr. 42. gr. og lagt fyrir ríkisskattanefnd til ákvörðunar. Með 15. gr. laga nr. 7/1972 um breytingar á 41. gr. laga nr. 68/1971 eru mál, sem ríkisskattstjóri óskar að taka upp, ekki lengur lögð fyrir ríkisskattanefnd, og verður því spurningin sú, hvort ríkisskattstjóri geti sjálfur veitt meiri ívilnun en skattstjóri hefur áður veitt. Ég tel, með hliðsjón af 2. mgr. 52. gr., að hann geti það ekki en skv. því ákvæði skal ríkisskattstjóri fylgjast sérstaklega með lækkunum skv. þessari grein og sjá til þess, að samræmis sé gætt. Væri ríkisskatt- stjóra heimilt að ívilna skv. 52. gr., er hann því orðinn eftirlitsmaður með sjálfum sér, og væri það óeðlilegt. Þá vaknar sú spurning, hvort ríkisskattstjóri geti ógilt ívilnun, sem skattstjóri hefur veitt. Virðist það vafasamt, jafnvel þó að nýjar upp- lýsingar komi fram. Ekki verður mati skattstjóra á ívilnun heldur skotið til dómstóla. Upptaka skatts í 38. gr. er gert ráð fyrir að álagning geti verið tekin upp til hækk- unar, og skv. 4. mgr. 42. gr., eins og henni var breytt með 16. gr. laga 7/1972, getur ríkisskattstjóri tekið upp mál til hækkunar, en jafn- 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.