Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 31

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 31
Jónatan Þórmundsson, prófessor: VIÐURLÖG VIÐ SKATTLAGABROTUM OG SKATTLAGNING EFTIR Á I. Inngangsorð Skattalög eru oftar á dagskrá en flest önnur lög, jafnt á Alþingi sem annars staðar. Skattalög eru sífellt í endurskoðun. Varla líður svo ár, að ekki séu á Alþingi gerðar meiri eða minni breytingar á þeim. Þau efni, sem rædd verða í þessari grein, viðurlög við skattlagabrotum og skattlagning eftir á (skattauki), verða reyndar ekki slíkrar athygli aðnjótandi og hafa ekki sætt verulegum breytingum á undanförnum árum. Ákvæðum þessum er þó ábótavant í ýmsum atriðum. Þau eru og mun fáorðari en hliðstæð ákvæði í löggjöf nágrannaþjóða. Mörg vafa- tilvik geta því komið upp. Greinargerðir íslenzku skattalaganna veita litlar leiðbeiningar, og dómsmál eru fá. Efni þessarar greinar snýst að langmestu leyti um hlutaðeigandi ákvæði laga nr. 68/1971, sbr. lög nr. 7/1972, um tekjuskatt og eignar- skatt, sbr. rgj. nr. 245/1963 um tekjuskatt og eignarskatt. Er það eðli- legt, þegar haft er í huga, að þessi löggjöf er kjarni íslenzkrar skatta- löggjafar og skattaréttar. 1 greininni verður þó einnig vikið að lögum um tekjustofna sveitarfélaga (nú lög nr. 8/1972) og lögum nr. 10/1960, um söluskatt. önnur skattalög íslenzk verða ekki tekin til athugunar að þessu sinni. Þess var getið, að dómsmál væru fá um þessi efni. Hins vegar eru fjölmörg mál útkljáð á vettvangi stjórnsýslunnar bæði um skattlagn- ingu eftir á og refsilæg viðurlög, sbr. 38., 40.—41. gr. laga nr. 68/1971 (skattlagning eftir á) og 47. gr. og 48. gr. sömu laga (viðui'lög). Ákvarðanir þær og úrskurðir, sem hér um ræðir, eru ekki jafnaðgengi- legir sem dómsúrlausnir. Hver sem er á aðgang að dómsúrlausnum, en óviðkomandi menn eiga almennt ekki rétt á upplýsingum um með- ferð stjórnsýsluaðila á skattamálum, sbr. 49. gr. laga nr. 68/1971. Ákvæðið nefnir skattstjóra, ríkisskattanefnd og umboðsmenn skatt- stjóra svo og aðstoðarmenn þeirra (2. mgr.). Vafalaust tekur ákvæðið 29

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.