Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 32
einnig til ríkisskattstjóra og skattsektanefndar skv. 6. mgr. 48. gr. Óviðkomandi menn í þessu sambandi verða víst allir að teljast, sem ekki eru aðilar máls eða umboðsmenn þeirra. Úrskurðir og aðrar ákvarðanir þessara stjórnsýsluhafa hljóta yfirleitt að falla undir þagn- arverndina, því að í þeim felast upplýsingar um tekjur og efnahag gjaldþegna. II. Skattlagning eftir á. Lagaheimildir. 1) I lögum nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. lög nr. 7/1972, eru ákvæði í 38. gr. um skattlagningu eftir á.1) Þar segir svo í upphafi (1. og 2. mgr.): Hver sá, sem skýrt hefur frá tekjum sínum eða eignum lægri en vera ber og því greitt minni skatt en honum ber skylda til, skal greiða eftir á skattupphæð þá, sem undan var dregin. Þó skal eigi reikna skatt gjaldanda að nýju lengra aftur í tímann en 6 ár. Nú hefur skattþegn eigi talið fram til skatts og skattar því áætl- aðir, en síðar kemur í ljós, að áætlun hefur verið of lág, svo og ef skattþegni hefur ekki verið gert að greiða skatt af öllum tekjum sínum og eignum, og skal þá reikna skatt gjaldanda að nýju, þó ekki lengra aftur í tímann en 6 ár. Sama gildir, ef skattþegn vant- ar á skrá. I 3. og 4. mgr. 38. gr. er lítillega vikið að framkvæmd slíkrar skatt- lagningar. í 3. mgr. i. f. kemur fram skýr aðgreining frá viðurlögum skv. 47. gr. og sektum skv. 1. mgr. 48. gr. Nánari ákvæði um fram- kvæmdina eru í 90. gr. rgj. nr. 245/1963. Jónatan Þórmundsson var fulltrúi hjá saksókn- ara ríkisins 1964—1970, en jafnframt var hann lektor viö lagadeild frá 1967. Árið 1970 varð hann prófessor. i erindinu, sem hér birtist og flutt var á skattaréttarnámskeiði lögfræðinga 24. nóvember s.l., fjallar hann um skattlagningu eftir á og skilyrði þess, að hún sé heimil. Þá ræðir hann um viðbótarálag á skatt skv. 47. gr. laga nr. 68/1971, skattsektir, sem heimilt er að leggja á skv. 48. gr. sömu laga, svo og um önnur viðurlög við skattlagabrotum. Þá er gerð grein fyrir refsiskilyrðum skv. 48. gr. og nokkr- um sérreglum þess ákvæðis í Ijósi almennra refsiréttarreglna, þ. e. reglna um fyrningu, til- raun, afturhvarf og hlutdeild. 30

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.