Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 33
2) 1 eldri útsvarslögum, lögum nr. 51/1964, um tekjustofna sveitar- félaga, var sjálfstætt ákvæði um skattlagningu eftir á í 61. gr.: Nú kemur í ljós, eftir að álagningu er lokið, sbr. 14. gr. og 45.—46. gr., að gjaldanda hefur verið sleppt, sem lagt skyldi hafa verið á, eða að framtal gjaldanda hefur verið rangt eða ófullnægjandi að verulegu leyti, og skal þá úr því bætt með nýrri álagningu. Um slíka álagningu gilda sömu reglur og um álagningu aðstöðugjalds og útsvars samkvæmt lögum þessum, eftir því sem við á. Gjalddagi gjalda samkvæmt þessari grein er viku eftir að gjald- anda var tilkynnt um álagninguna. Ekki var hér neitt ákvæði um, hversu langt aftur í tímann mætti endurreikna útsvar gjaldanda. Fyrningarákvæði var bætt inn í lögin með lögum nr. 67/1965, og var það 6 ár til samræmis við lög um tekju- og eignarskatt. í núgildandi lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 8/1972 er ekki sjálfstætt ákvæði um skattlagningu eftir á né heldur um viðurlög. Er í 2. mgr. 24. gr. þeirra almennt vísað til ákvæða V.— VIII. kafla laga nr. 68/1971, eftir því sem við á, nema öðruvísi sé ákveðið í lögunum, sbr. útfærslu þessa ákvæðis í rgj. nr. 118/1972, um útsvör, 21. gr. og 27.—28. gr. 3) I 21. gr. 1. nr. 10/1960, um söluskatt, er blandað ákvæði, er felur í sér hvort tveggja, greiðslu vangoldins skatts og nokkurt viðbótarálag í skyldleika við 47. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt: Ef söluskattskýrsla er ekki send á tilskildum tíma og skattur því áætlaður, skal ekki lækka skatt aðila, þótt hann kæri, nema hann sanni, að viðskipti hans hafi verið áætluð meira en 10% hærri en þau voru í reynd. Sé mismunur 10% eða meira, skal greiða skatt af hinum raunverulegu upphæðum að viðbættum 10%. Sé mismunur minni en 10%, skal greiða skatt af þeirri upphæð, sem áætluð var. Sama regla gildir, ef söluskattskýrslu ar ábótavant og skattur þess vegna áætlaður, en ekki úr ágöllum bætt, þótt skattaðili hafi fengið um það áskorun frá skattstjóra eða skatta- nefnd. Ákvæðum þessarar málsgreinar þarf þó eigi að beita, ef skattaðili færir gildar ástæður sér til afsökunar. Sé skattur vanreiknaður eða viðskipti dregin undan, má gera aðila söluskatt 5 ár aftur í tímann.2) III. Réttarauðkenni skattlagningar eftir á. 1) Hvað felst í kröfu hins opinbera um skattlagningu eftir á (skatt- auka) ? Af 38. gr. 1. nr. 68/1971 má sjá, að það er skattgreiðsla, sem skattþegn hefði átt að inna af hendi samkvæmt lögboðnum álagning- 31

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.