Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 34
arreglum, til að skattskyldu hans væri fullnægt.3) Skattgreiðsla þessi getur tekið til hluta greiðsluskyldunnar eða skyldunnar í heild, eftir því, hvernig hana ber að. Má þar greina á milli þessara tilvika: a) Vegna ágalla á framtali tekna eða eigna er skattþegni gert að greiða minni skatt en honum ber eða þá engan skatt. b) Skattþegn telur ekki fram til skatts og skattar því áætlaðir, en síðar kemur í Ijós, að áætlun hefur verið of lág eða honum hefur ekki verið gert að greiða skatt af öllum tekjum sínum og eignum, sem skattskyldar eru. c) Skattþegn vantar á skrá. 2) Hvers eðlis er skattlagning eftir á sem réttaratriði ? Getur hún talizt til viðurlaga? Ef ekki, hvað greinir hana frá viðurlögum? Segja má kannski, að það felist í orðunum sjálfum og markmiði því, sem þar kemur fram. Þau benda til þess, að um slíka skattlagningu fari eftir sömu reglum sem um skattlagningu almennt, þ. e. að hún sé skattkrafa hins opinbera á hendur skattþegni lögð á samkvæmt lögboðnum skatt- stofnum. Ekki mun heldur leika vafi á, að svo er litið á í íslenzkum rétti að meginstefnu til. Er raunar að formi til tekið af skarið í fram- setningu 1. nr. 68/1971, þar sem ákvæði um viðurlög eru sett í VII. kafla laganna (Refsiákvæði), sbr. og 3. mgr. 38. gr. i. f. I 38. gr. er gert ráð fyrir, að skattur gjaldanda sé „reiknaður að nýju“, og skal þá gæta ákvæða 37. gr., eftir því sem við á (áskorun á framteljanda að láta í té skýringar eða gögn svo og tilkynning um niðurstöðu) og gefa gjaldanda færi á að kæra skattálagninguna, sbr. nánar 3. mgr. 38. gr. 3) í lögum og réttarframkvæmd getur þessu réttaratriði verið og er sums staðar öðru vísi fyrir komið, þannig að erfitt er að greina, hvort um skattkröfu er að ræða, skaðabótakröfu eða refsilæg viður- lög. Gott dæmi um þá skipan mála er að finna í enskum rétti, þar sem heimilt er með samningi að tiltaka í einu lagi fjárhæð, er felur í sér sannreyndan undandrátt skatts, frekari ætlaðan undandrátt, sem ekki er að fullu sannaður, vexti og refsikennt viðbótarálag4). Skylt þessu er það álitamál, hvort skattaukakrafa sé hluti af hinni upphaflegu skattakröfu hins opinbera, eða krafan síðar til komin, þ. e. við hina gölluðu framtalsathöfn. Síðari viðmiðunin gæti haft sjálfstætt gildi, ef skattaukagreiðsla væri bundin því skilyrði, að gjaldandi eða aðrir ættu sök á göllunum. Hlutdeildarmenn gætu þá orðið solidariskt ábyrg- ir fyrir greiðslu skattaukans. En þannig er þessu ekki varið í íslenzk- um rétti. Skattaukakrafan er einungis hluti hinnar upphaflegu skatta- kröfu. Hún er persónulegs eðlis eins og skattakrafan sjálf. Aðrir en 32

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.