Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 38

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 38
argrundvöll, sem hin fyrri skattákvörðun er miðuð við. Getur skatt- þegn að nokkru leyti eða öllu komizt hjá skattlagningu eftir á með því að bera fyrir sig endurgreiðslukröfur, sem hefðu e. t. v. ekki verið teknar til greina einar sér? Skattþegn kann að halda því fram, að afskriftir hafi verið of lágar, mat á vörubirgðum of hátt, eða ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til taps eða kostnaðarliða. Það virðist sjálfsagt sjónarmið, að slíkt endurmat eigi að geta farið fram, þannig að á móti skattlagningu eftir á komi frádráttarliðir af þessu tagi. Eðlilegt er, að leiðréttingar eigi sér stað í báðar áttir. Ekki er skorið beinlínis úr þessu í íslenzku skattalögunum, sbr. þó sjónarmiðin að baki endurgreiðslureglunni í 43. gr.10) Skattayfirvöld í Danmörku hafa reynt að leysa þetta vafaatriði með reglum um, að afskriftir séu færðar á fullnægjandi hátt í bókhaldi fyrirtækja, en ekki aðeins í skattaframtali. 1 U. 1951, bls. 1094 staðfesti landsréttur sýknu bæjar- réttar í refsimáli vegna meintra skattsvika og tók fram í forsendum sínum, að ákærða yrði ekki gert að greiða skatt eftir á, þar sem hann mundi ekki hafa greitt hærri skatt í fyrstu, ef hann hefði not- fært sér rétt sinn til afskrifta.11) d) Ætla verður, að skýra megi 38. gr. svo, að skattlagning eftir á þurfi að styðjast við sannreyndar fjárhæðir og að í því efni hvíli sönnunarbyrðin á skattyfirvöldum.12) Kemur það fram bæði í 1. mgr. „... skal greiða eftir á skattupphæð þá, sem undan var dregin.“, og einnig í 2. mgr., sem lýtur að áætlaðri skattlagningu, sbr. orðin „en síðar kemur í ljós, að áætlun hefur verið of lág ...“. Ljóst er a. m. k., að skattstjóra er óheimilt að áætla skatt að nýju hærra en áður, nema til komi einhver ný gögn, er réttlæti hækkun. Annað er það, að ríkisskattstjóri gat skv. 42. gr. 4. mgr., eins og hún var orðuð fram að setningu laga nr. 7/1972, ótilkvaddur lagt ályktun skattstjóra um skattákvörðun fyrir ríkisskattanefnd, sem sýnist hafa haft óhefta heimild sem æðra stjórnvaldsstig til að breyta ákvörðun skattstjóra, hvort sem um áætlun var að ræða eða ekki. Rök kunna að vera til þess, að slík breyting eigi sér ekki stað gjaldþegni í óhag, nema til komi ný gögn, en lögin fólu þó ekki í sér slíka takmörkun á valdi nefndarinnar. Á hinn bóginn getur líka verið varhugavert að ýta undir ævintýramennsku, þannig að skattþegn geti látið hjá líða að telja fram í von um, að áætlun verði sér hagstæð. Með breytingu 1. nr. 7/1972 á 4. mgr. 42. gr. er ríkisskattstjóra fengin áðurgreind heimild til að breyta ályktunum skattstjóra, en heimilt er gjaldanda að kæra slíka álagningu til ríkisskattanefndar eftir reglum 41. gr. Þá verður enn fremur að ætla, að þessi heimild ríkisskattstj óra hafi 36

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.