Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 39

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 39
verið þrengd með orðunum „enda séu uppfyllt skilyrði 38. gr„ ef um hækkun er að ræða“. Ætti ríkisskattstjóri samkvæmt því, sem áður sagði, tæpast að geta breytt ályktun skattstjóra, nema til komi einhver ný gögn, er réttlæti hækkun. Erfitt er þó að segja um, hversu mikið verður lagt upp úr þessu skilyrði, þegar um ákvörðun æðra stjórnvaldsstigs er að ræða. Álitamál þetta kom til athugunar í dómi bæjarþings Reykjavíkur 30. maí 1972. Málavextir voru þeir, að stefndi taldi ekki fram til skatts og skilaði engum skattframtölum fyrir skattárin 1963, 1964, 1965 og 1966. Skattstjóri Vestfjarðaumdæmis áætlaði stefnda því tekjur til álagningar fyrir gjaldárin 1964—1967. Málið kom fyrir ríkisskattanefnd, og var áætlun skatta þar verulega hækkuð. í kæru stefnda til ríkisskattanefndar sagði: „Tekjuskattur gjaldandans gjald- árin 1964—1967 hefur verið endurreiknaður og hækkaður um kr. 222.493,00. Aðallega er gerð krafa um, að greind álagning verði með öllu' felld niður, en til vara, að hún verði stórlega lækkuð. Gjaldand- inn taldi ekki fram umrædd ár og ekki liggur annað fyrir í málinu en skattstjóri hafi áætlað honum tekjur í samræmi við ákvæði 2. mgr. 37. gr. 1. um tekjuskatt og eignaskatt, og gjöldin síðan álögð með framlagningu skattskrár. Almennt mega menn treysta því, að um fullnaðarálagningu sé að ræða samkvæmt skattskrá. Til að end- urreikningur sé heimill, verða að koma fram ákveðin atvik, sbr. 38. gr. Skv. 2. mgr. þeirrar greinar er heimilt að breyta skatti gjald- anda, sem eigi hefur talið fram, ef „síðan kemur í ljós, að áætlun hefur verið of lág.“ Af gögnum málsins verður ekki séð, að neitt hafi komið fram um það, að áætlanir skattstjóra hafi verið of lágar . . .“ I úrskurði ríkisskattanefndar sagði svo m. a.: „Fyrir liggur 1 málinu, að kærandi hafði ekkert bókhald fært fyrir rekstur sinn síðan á árinu 1961. Enn fremur að gjaldandi taldi einhverju hafa verið sleppt við uppgjöf söluskatts. Kærandi hafði ekki talið fram til skatts gjaldárin 1964 til og með 1967. Þegar litið var til alls þessa, ásamt þeim gögnum eða líkum, er fyrir lágu um aðrar tekjur gjald- anda en af rekstri verzlunar, þótti sýnt, að teknaáætlanir og aðrar áætlanir skattstjóra vegna vantandi framtala umrædd gjaldár væru of lágar og vísast í því sambandi til ákvæða 2. mgr. 37. gr. 1. nr. 90/1965. Með hliðsjón af þessu og með vísan til ákvæða 38. gr. og 42. gr. 1. nr. 90/1965, þykir því verða að synja aðalkröfu kæranda." 1 forsendum dómsins segir: „í 42. gr. laga nr. .55/1964, sbr. og tilsvarandi ákvæði í 1. nr. 90/1965, er kveðið á m. a. um það, að ríkis- skattstjóri skuli hafa eftirlit með störfum skattstjóra og vera þeim 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.