Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 40

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 40
til leiðbeiningar. Enn fremur að ríkisskattstjóri geti af sjálfsdáðum rannsakað hvert það atriði, sem varði framkvæmd laganna. Þá er enn boðið, að við embætti ríkisskattstjóra skuli starfa rannsókna- deild, sem hafi með höndum rannsóknir samkvæmt lögunum .. .“ Þá er í forsendunum tekið upp ákvæði 4. mgr. 42. gr., en síðan segir: „Eigi verður annað séð en að ríkisskattstjóri og ríkisskattanefnd hafi fullnægt framangreindum ákvæðum 42. gr. laganna, er ákvörðun skattstjóra Vestfjarðaumdæmis var breytt og stefnda gert að greiða tekjuskatt að nýju fyrir áðurgreind skattár. Ákvæði 2. mgr. 38. gr. 1. nr. 55/1964, sbr. samsvarandi ákvæði í 1. nr. 90/1965, verður að skýra með hliðsjón af þeirri heimild, sem ríkisskattstjóri og rJkis- skattanefnd hefur til að breyta ályktunum skattstjóra samkvæmt áður tilvitnaðri 4. mgr. 42. gr. laganna. Verður ekki talið, að nefnd 2. mgr. 38. gr. takmarki þessa heimild á neinn hátt.“ Við breytingu þá, sem gei’ð var á 42. gr. með 1. nr. 7/1972, getur orðið álitamál, hvenær ríkisskattstjóri geti breytt ályktun skatt- stjóra af sjálfsdáðum skv. heimild í 4. mgr. 42. gr. og hvenær hann þurfi að skjóta ályktun skattstjóra til ríkisskattanefndar. Ákvæði 2. mgr. 41. gr. um kærufrest ríkisskattstjóra væri þarflaust, ef hann gæti ætíð breytt ályktun skattstjóra af sjálfsdáðum. Ákvæðið hlýtur að þurfa að skilja á þann veg, að ríkisskattstjóri geti ekki breytt ályktun skattstjóra, ef hún byggist á úrskurði skattstjóra um kæru, sbr. reyndar orðalag 2. mgr. 41. gr., sbr. 15. gr. 1. nr. 7/1972. Ef breyting væri gerð vegna annarra atriða en kæran og úrskurður um hana lýtur að, getur ríkisskattstjóri aftur á móti notað heimildina. 2) Huglæg skilyrði. Hin huglæga afstaða skattþegns til galla á framtali skiptir ekki máli um skattlagningarheimildina skv. 38. gr., sbr. orðin: „Hver sá, sem skýrt hefur frá tekjum sínum eða eignum lægri en vera ber .. .“13) Sama er, hafi skattþegn ekki talið fram til skatts eða framtal hans hefur ekki borizt skattstjóra. Hins vegar tekur 38. gr. tæpast til mistaka af hálfu skattstjóra við úrvinnslu á gallalausu framtali, er leiða til þess, að álagning verður lægri en vera ber. Gjaldandi er iðulega í fullkomlega góðri trú um álagninguna og hefur miðað ráð- stafanir sínar við hana. Sanngjarnt er, að hann njóti fremur verndar gegn breytingum, sem stafa af mistökum skattstjóra heldur en sín- um eigin mistökum. Skv. 4. mgr. 42. gr. 1. nr. 68/1971 gat ríkisskatt- stjóri þó væntanlega fengið ákvörðun skattstjóra hnekkt, þótt þannig stæði á. Með 1. nr. 7/1972 hefur 4. mgr. verið breytt, m. a. að því 38

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.