Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Síða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Síða 41
leyti, að ríkisskattstjóri getur því aðeins breytt ályktun skattstjóra til hækkunar, að uppfyllt séu skilyrði 38. gr. Athugasemdir með frum- varpinu skera ekki úr um skilning á þessu nýja ákvæði. Þegar höfð er í huga áðurgreind skýring á 38. gr., liggur næst að álykta, að skattákvörðun, sem rakin verður til mistaka skattstjóra, verði nú alls ekki breytt gjaldanda í óhag. Er sú skýring eðlilegust samkvæmt orðanna hljóðan og lagarökum.14) Eök eru engan veginn til að líta sömu augum á þau tilvik, sem 2. mgr. 38. gr. tekur til, enda getur skattskyldur aðili sjaldnast verið grandlaus með sama hætti. Styðst þessi túlkun og við Hrd. XVII, bls. 106. 1 forsendum dóms bæjarþings Reykjavíkur, sem staðfest- ingu hlutu í Hæstarétti, sagði svo (bls. 111) : „Ákvæði 49. gr. laga nr. 6 frá 1935 um það, að gera skuli skattþegni skatt eftir á, ef í Ijós kemur, að hann vantar á skrá, þó eigi lengra aftur í tímann en 3 ár, þykir verða að skilja á þá leið, að heimild þessari megi beita, hverju sem það sætir, að skattþegn vantar á skattskrá. Hefur þessi skilningur og stoð í greinargerð fyrir frumvarpi til laga þessara. Skiptir því eigi máli um þetta, hvort skattstofan átti sök þess, að Tóbaksverzlun Islands h/f var ekki á skattskrá árið 1940 . . .“ 3) Fyrning. Nauðsynlegt þykir að hamla gegn skattkröfum hins opinbera langt aftur í tímann. I 38. gr. 1. og 2. mgr. er því svo ákveðið, að skatt gjaldanda skuli ekki reikna að nýju lengra aftur í tímann en 6 ár.15) Hér eiga ekki við reglur um fyrningu sakar, sbr. 1. mgr. 48. gr. að því er skattsektir varðar. Skv. 21. gr. 1. nr. 10/1960 er fyrningartími söluskattauka 5 ár. Vafamál er, hvaða tímamark miða skuli frestinn við.16) Sjaldnast kemur þessi óvissa að sök, því að svo langur eftir- reikningur er fátíður. I Hrd. XLIII, bls. 620 (Mjólkurbú Flóamanna gegn Innheimtumanni ríkissjóðs og gagnsök) reyndi á þetta álitamál. I úrskurði ríkisskattanefndar frá 22. júlí 1966 var lagður tekjuskattur á aðaláfrýjanda allt aftur til ársins 1969, þ. e. fyrir gjaldárið 1960. 1 forsendum Hæstaréttardómsins var svo kveðið á, að aðaláfrýjanda yrði ekki dæmt að greiða skatt af tekjum ársins 1959, þar sem liðinn var frestur sá, sem greinir í 38. gr. laga nr. 90/1965, er ríkisskatta- nefnd ákvarðaði skatt hans. Af dóminum verður ekki ótvírætt leitt, hvenær fyrning hefst. Virðist þó mega af honum ráða, að þar verði að miða við álagningardag, framlagningu skattskrár17) eða það tíma- mark, þegar hún í síðasta lagi skal fram lögð, sbr. 39. gr. (eigi síðar en 20. júní). 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.