Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 51

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Qupperneq 51
í sjálfu sér, en getur orðið það vegna viðleitni gjaldanda til að afla sér heimildarlausra frádráttarliða. Refsinæmi brots er bundið því, að skýrslugjöf varði að einhverju leyti skattskyldar tekjur og/eða eignir. Naumast er nægilegt til refsiáfalls, að skýrslugjöf varði eignir eða tekjur, sem undanþegnar eru skatti. Upplýsingar sínar gefur skattþegn fyrst og fremst í framtali sínu og öðrum skriflegum gögnum og skýringum, sbr. 37. gr. Munnlegar skýringar koma og til álita, en þar verður að fara varlega í að byggja ábyrgð á þeim einum sér, án þess að skattþegn geti gengið úr skugga um áreiðanleika þeirra.28) D. Skýrslugjöf þarf að vera röng um staðreyndir eða niðurstöðu af mati.29) Yfirlýsing gjaldanda um, hvernig hann vill láta túlka rétta vitneskju um staðreyndir við álagningu, fellur utan ákvæðisins, jafn- vel þótt með yfirlýsingunni sé vísvitandi stuðlað að rangri álagn- ingu. Erfitt getur verið að draga skýra markalínu milli upplýsinga um staðreyndir og lögfræðilegra staðhæfinga, einkum þegar um mat eða áætlun er að ræða. Röng getur skýrsla verið, ef einhverjum upp- lýsingum er sleppt, þótt ekki séu gefnar rangar upplýsingar í staðinn. Ekki þarf þó svo að vera. Ef skattþegn vanrækir að skila mati, þar sem þess er þörf, en gefur allar upplýsingar um þau gögn, sem matið byggist á, þá telst skýrslan naumast röng né villandi á nokkurn hátt.30) E. Refsinæmi verknaðar skv. 1. mgr. 48. gr. er tengt skýrslugjöfinni sem slíkri, með henni er brot fullframið.31) Fullframningu verður að miða við það tímamark, er skýrsla er komin til vitundar móttak- anda.32) Það er ekki skilyrði refsinæmis, að háttsemin leiði til rangr- ar úrlausnar eða baki öðrum tjón. Verknaðarlýsingin felur ekki held- ur í sér, að skýrslugjöfin sé til þess fallin að leiða til rangrar úrf lausnar, eða baka öðrum tjón, þ. e. hætta á tjóni er ekki efnisþáttur. Hins vegar leikur nokkur vafi á því, hvort brotið er samhverft eða fullframningarstig þess fært fram. Það, sem úr sker, er hvort sök skattþegns verður bundin við skýrslugjöfina sjálfa (samhverft brot) eða hvort sýna þurfi fram á þá tilætlun sökunautar að koma til leiðar rangri úrlausn eða baka öðrum tjón (fullframningarstig fært fram). Við fyrstu sýn kynni að virðast eðlilegt að líta á brotið sem samhverft, enda er ekki á ótvíræðan hátt skorið úr því í 1. mgr. 48. gr., til hvaða atriða sakarkröfurnar eigi að taka, sbr. t. d. 150. og 155. gr. alm. hgl. Þegar ákvæðið er nánar skoðað, kemur í ljós, að annar skilningur er eðlilegri. Út úr ákvæðinu má lesa, að það sé skilyrði refsinæmis, að röng skýrsla hafi falið í sér undandrátt skattfjárhæða, hvort sem 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.