Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 54

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 54
reglum refsiréttar. Rétt þykir þó að geta um nokkur einkenni þeirra, þegar skattlagabrot eru annars vegar. a) Ásetningur. Allar tegundir ásetnings koma til greina, m. a. dolus eventualis. Má nefna sem dæmi, að skattþegn, sem er í vafa um lög- mæti tiltekins frádráttarliðar, ákveður þó að færa hann á framtalið til að njóta góðs af, hvernig svo sem lögmætinu er háttað.30) Hafi ásetn- ingur (eða stórkostlegt hirðuleysi) ekki verið fyrir hendi, þegar skýrsla var gefin, eða hún var send án vitundar og vilja framteljanda, þarf hann að afturkalla skýrsluna eða leiðrétta hana, strax og hann verður var við mistökin. Ella er hætt við, að litið verði á huglæga afstöðu hans sem ásetning (dolus subsequens) .40) Hafi skattþegn hins vegar haft ásetning við afhendingu skýrslunnar, en afturkallar hana síðan til leiðréttingar, er brotið þrátt fyrir það fullframið, en söku- nautur nýtur góðs af refsilækkunar- og refsibrottfallsákvæðum 74. gr. 1. mgr. 7. og 8. tl., sbr 2. mgr. Oft verður hér sem endranær að leiða líkur að ásetningi eftir ýmsum ytri atvikum, ef ekki nýtur viðurkenn- ingar sakbornings. Má í því efni nefna rangar reikningsfærslur, ber- sýnilega ósannar skýrslur við meðferð málsins, t. d. um tilkomu eigna. b) Stórkostlegt hirðuleysi. Sakarskilyrði þetta er sama efnis og það, sem venjulega er nefnt stórkostlegt eða stórfellt gáleysi. Gáleysishug- takið þarf þó að skýra með hliðsjón af aðstæðum hverrar brotategund- ar um sig. Stórkostlegt hirðuleysi nægir til sakfellingar, hvort sem hirðuleysið lýtur að sendingu skýrslu eða efni hennar.41) Því er oft kennt um, þegar framtal reynist rangt, að framteljandi hafi gleymt einhverjum atriðum. Slík gleymska er sjaldnast metin réttlætanleg, ef hún er þá ekki hreinn fyrirsláttur. Eyðublöð þau, sem framtelj- endur útfylla, gefa lítið tilefni til gleymsku. Þvert á móti hvetja þau til aðgætni og nákvæmni í framsetningu talna. c) Hlutræn refsiábyrgð. 1 48. gr. er engin heimild til sakfellingar án sakar, ef undan er skilið ákvæðið í 2. mgr. Samkvæmt því skal gera dánarbúi tiltekna sekt, þótt erfingjar eigi engan hlut að skattlagabroti arfláta. Engu að síður þarf að athuga þrjú afbrigði slíkrar ábyrgðar: hlutræna ábyrgð skattskylds einstaklings á eigin verkum, ábyrgð hans á verkum annarra og ábyrgð ópersónulegra aðila (lögpersóna). Fyrsta kostinn má strax útiloka. Úr því er skorið með 1. mgr. 48. gr. Refsiábyrgð manns á verkum annarra getur byggzt á lagaákvæðum, sbr. 4. gr. 6. mgr. laga nr. 82/1969. Margs konar brot kunna að vera drýgð í atvinnurekstri, þ. á m. brot á skattalögum. Jafnaðarlega verð- ur sök fundin hjá stjórnendum fyrirtækja eða félaga, svo sem fram- kvæmdastjóra, stj órnarformanni eða öðrum stjórnarmönnum. Eru 52

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.