Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 62

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 62
Stjórn Lögmannafélags Islands 1972—1973. Talið frá vinstri: Eggert Kristjáns- son hrl. (meðstjórnandi), Hjörtur Torfason hrl. (ritari), Benedikt Blöndal hrl. (formaður), Björn Sveinbjörnsson hrl. (vara-formaður) og Jóhannes L. L. Helgason hrl. (gjaldkeri). (Ljósm.: Ljósmyndastofa Þóris). son hrl. i varastjórn voru kjörnir hæstaréttarlögmennirnir Eggert Kristjánsson, Hákon Árnason og Ólafur Ragnarsson. Endurskoðendur voru kosnir þeir Ragn- ar Ólafsson hrl. og Árni Halldórsson hrl., en til vara Guðmundur Skaftason hrl. Þá var einnig kosið í gjaldskrárnefnd, og hlutu kosningu þeir Gunnar Sæ- mundsson hdl., Þorsteinn Júlíusson hrl. og Jóhann Ragnarsson hrl., en til vara voru kjörnir Jónas Aðalsteinsson hrl., Kjartan Reynir Ólafsson hrl. og Gústaf Tryggvason hdl. Að lokinni kosningu stjórnar og gjaldskrárnefndar mælti fráfarandi formaður Benedikt Blöndal hrl. fyrir frumvarpi til breytinga á gjaldskrá félagsins. Urðu um frumvarpið allmiklar umræður, sem lauk með samþykkt þess. Samþykkt var og á þessum aðalfundi breyting á samjDykktum félagsins í þá veru, að félagsgjald skuli ákveðið á aðalfundi hverju sinni, en áður þurfti laga- breytingu til að breyta félagsgjaldi. í fundarlok kvaddi sér hljóðs nýkjörinn formaður og þakkaði það traust, sem sér og öðrum stjórnarmönnum væri sýnt með kosningunni. Að venju var að kvöldi aðalfundardags haldin árshátíð félagsins og fór hún fram á sama hóteli, þrátt fyrir verkfall framreiðslumanna, sem ekki kom að neinni verulegri sök. Skúli Pálsson 60

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.