Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 64

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Page 64
arfirði (formaður), Magnús Thoroddsen borgardómari, Einar Ingimundarson bæjarfógeti, Friðgeir Björnsson fulltrúi yfirborgardómara, Kristinn Ólafsson tollgæzlustjóri, Ólafur Björgúlfsson deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkis- ins og Þorleifur Pálsson stjórnarráðsfulltrúi. Varamenn voru kosnir: Þórhall- ur Einarsson fulltrúi yfirborgarfógeta, Jón Sigurpálsson stjórnarráðsfulltrúi og Jakob Havsteen fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu. — Þá var einnig sam- þykkt samhljóða á fundinum að leggja á þá ríkisstarfsmenn, sem lög nr. 46/ 1973 taka til, 1.400 kr. aukagjald á þessu ári. Verður gjald þeirra til lögfræð- ingafélagsins þá alls 3.000 kr„ og renna 2.000 kr. af þeirri fjárhæð til BHM. Félagsgjald þeirra, sem ekki greiða þetta samningsgjald, er 1.600 kr. Dagana 27. og 28. ágúst n.k. verður fundur starfsmanna lögfræðingasam- takanna á Norðurlöndum haldinn í Reykjavík. Þá verður einnig fundur sam- starfsráðs þessara samtaka. Eins og sagt var frá í 1. hefti árgangsins gerðist Lögfræðingafélag íslands aðili að ráðinu á s.l. ári. Þ. V. EMBÆTTAVEITINGAR Með lögum nr. 42/1973 var stofnað nýtt dómaraembætti við Hæstarétt, hið sjötta. Það var auglýst laust til umsóknar, og rann umsóknarfresturinn út 14. júní. Umsækjendur voru tveir, Björn Sveinbjörnsson hrl. og Gunnar M. Guðmundsson hrl. Hinn 22. júní skipaði forseti íslands að tillögu dómsmála- ráðherra Björn Sveinbjörnsson í embættið frá 1. ágúst 1973 að telja. Eftir lát Valdimars Stefánssonar var embætti saksóknara ríkisins auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 14. júní. Umsækjendur voru þrír, Hallvarður Einvarðsson settur saksóknari ríkisins, Halldór Þorbjörnsson saka- dómari og Þórður Björnsson yfirsakadómari. Forseti islands skipaði 22. júní að tillögu dómsmálaráðherra Þórð Björnsson í embætti saksóknara ríkisins frá 1. júlí 1973. 62

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.