Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 70

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 70
2. Nýr prófessor Dr. Lúðvík Ingvarsson hefur verið skipaður prófessor í lögfræði frá 15. janúar s.l. að telja. Prófessorsembætti þetta varð laust, er dr. Ármann Snævarr var skipaður hæstaréttardómari. 3. Aðrar kennarastöður. Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari var ráðinn aðjúnkt frá 1. janúar s.l. og Hallvarður Einvarðsson, settur saksóknari ríkisins, hefur verið ráðinn aðjúnkt frá 1. ágúst n.k. Eru aðjúnktar við lagadeild nú þrír, þar sem frú Guðrún Erlendsdóttir hrl. hefur gegnt slíku starfi um skeið. — Dósentsstarf það, sem varð laust ,er dr. Lúðvík Ingvarsson var skiþaður prófessor, hefur verið auglýst. Umsækjendur eru Arnljótur Björnsson settur prófessor og Ingvar Björnsson cand. jur. Dómnefnd fjallar um umsóknirnar. 4. Fyrirlestrar Hinn 20. marz s.l. hélt Áke Malmström prófessor í lögfræði við háskólann í Uppsölum fyrirlestur í boði Háskóla íslands. Nefndist fyrirlesturinn: Sam- anburðarrannsóknir í lögfræði — Vandamál og aðferðir. Malmström tók einn- ig þátt [ seminari ásamt dr. Ármanni Snævarr og Guðrúnu Erlendsdóttur. Gerði hann þar grein fyrir viðhorfum síðustu ára í sifjaréttarmálum í Svíþjóð, eink- um tillögum nefndar, sem skilaði áliti á s.l. vetri. Prófessor Nils Christie frá lagadeild háskólans í Osló hélt fyrirlestur 11. aþríl s.l. í boði lagadeildar og námsbrautar í þjóðfélagsfræðum. Nefndist fyrirlesturinn: Samfunnsstruktur og kriminalitetskontroll. Dr. Christie var hér á landi á vegum Norræna hússins og flutti fleiri fyrirlestra. Prófessor Sigurður Líndal flutti hinn 17. apríl s.l. fyrirlestur um fræði- mennina Kornad Maurer og Vilhjálm Finsen í tilefni þess, að í aþrílmánuði voru liðin 150 ár frá fæðingu þeirra. 5. Próf í janúar s.l. lauk einn kandidat embættisprófi: Guðmundur Kristjánsson. i maí luku embættisprófi: Anna H. Kristjánsdóttir, Baldur Guðlaugsson, Benedikt Sigurðsson, Björn Á. Ástmundsson, Guðmundur Markússon, Guðrún Erna Hreiðarsdóttir, Gunn- ar Jóhannsson, Halldór Kristinsson, Hans Wium Ólafsson, Ingimar Sigurðs- son, Jón B. Jónasson, Kristjana Jónsdóttir, Leó E. Löve, Ólafur Axelsson, Páll Þorsteinsson, Sigfús Jónsson, Stefán Pálsson, Þorvarður Sæmundsson og Þórarinn Jónsson. Gaukur Jörundsson BÓKAÞÁTTUR Á síðastliðnu sumri voru flestar handbækur og tímarit í eigu Háskólabóka- safns, lögfræðilegs efnis, fluttar úr aðalsafninu í hið nýja hús lagadeildar, Lög- berg. Jafnframt var hafin endurflokkun og skráning þeirra eftir nýju kerfi. 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.