Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 75

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1973, Side 75
félagsdeildanna ávörp, en síðan flytur Þór Vilhjálmsson prófessor framsögu- erindi um „Sambandið milli embættismanna og stjórnmálamanna“. Siðdegis þennan dag verða umræður í 4 hópum. Umræðuefni og framsögumenn verða sem hér segir: „Lýðræði á vinnustöðum og opinber stjórnsýsla" (S. Allesen- Holm, Danmörku), „Samband rannsókna og stjórnsýslu" (E. Fjellbirkeland, Noregi), „Úrskurður fyrirfram“ (E. Andersson, Finnlandi), „Réttindi og skyldur ríkisins í vinnudeilum, þar sem það á aðild“ (S. Jágerskiöld, Svíþjóð). Um- ræðum um þessi efni verður haldið áfram á fimmtudag, hinn 14. júní, og munu þá E. Rekola frá Finnlandi og E. Ribu frá Noregi hefja umræðurnar um það efni, sem Þór Vilhjálmsson ræðir á setningarfundinum. Föstudaginn 15. júní verður farið í nokkrar ferðir, sem þátttakendur velja á milli, en um kvöldið hittast allir ferðahóparnir á Þingvöllum. Laugardaginn 16. júní verður allsherjarfundur og mótsslit. í framkvæmdanefnd mótsins eru af hálfu islandsdeildar Norrænu embættis- mannasamtakanna: Baldur Möller ráðuneytisstjóri, (form.) Steingrímur Páls- son launaskrárritari (ritari), Einar Bjarnason prófessor og Hjalti Zóphóníasson stjórnarráðsfulltrúi. Einar Bjarnason. Eins og fréttagreinin hér að ofan ber með sér, var hún samin, áður en embættismannamótið var haldið. Það fór fram eftir áætlun og tókst vel. KOSNING í MANNRÉTTINDADÓMSTÓLINN Ráðgjafarþing Evrópuráðsins kaus 3 dómara í mannréttindadómstól Evrópu 23. janúar s.l., þá Rolv Ryssdal hæstaréttarforseta (Noregi), Ali Bozer pró- fessor (Tyrklandi) og Antoine Favre prófessor (Sviss). Kjörtíminn er 9 ár. Dómarar eru 17, en eitt sæti er nú óskipað. í dómstólnum eru auk fyrrnefndra manna: Sir Humhrey Waldock (Bretlandi) forseti, G. Balladore Pallieri (Ítalíu) varaforseti, René Cassin (Frakklandi), A. Verdross (Austurríki), E. Rodenbourg (Luxemborg), H. Mosler (V-Þýzkalandi), M. Zekia (Kýpur), J. Cremona (Möltu), G. J. Wiarda (Hollandi), P. O’Donoghue (Irlandi), Helga Pedersen (Dánmörku), Þór Vilhjálmsson og Sture Petrén (Svíþjóð). — Nýlátnir eru tveir dómendur: Terje Wold (1899—1972) og Henri Rolin (1891—1973). Wold var dómsmála- ráðherra Noregs 1939—1945, þingmaður fyrir Finnmörku 1945—9, hæsta- réttardómari frá 1945 og hæstaréttarforseti frá 1958, unz hann lét af störfum 1969. Hann var formaður nefndar, sem fjallaði um norsku stjórnsýsluna 1951—8 og gaf út nefndarálit, sem mikla athygli vakti. Síðustu árin var hann formaður alþjóðasamtaka dómara. — Henri Rolin var lögmaður og prófessor í Brussel. Hann var aðstoðarráðherra í útlagastjórninni í London á styrjaldar- árunum og forseti öldungadeildar Belgíuþings 1947—9. Rolin var meðal virt- ustu þjóðréttarfræðinga og hlaut frægð fyrir flutning margra mála fyrir al- þjóðadómstólnum í Haag, m. a. flutti hann fyrir íran mál það, sem Brezk- íranska olíufélagið höfðaði vegna þjóðnýtingar olíulinda og lauk 1952. Þ. V. 73

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.