Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Page 30
fræðimenn hafa skýrt hugtakið „stjórnvald“ í FL svo, að undir það
falli hver sá aðili, er starfar sjálfstætt sem liður í stjórnsýslu ríkis eða
sveitarfélaga. Lj óst er, að utan þess hafna: 1 fyrsta lagi þeir opinberir
aðilar, sem ekki er ætlað að taka sjálfstæðar ákvarðanir á eigin ábyrgð.
— 1 öðru lagi aðilar, er standa utan hins réglulega stjórnkerfis, t. d.
fyrirtæki í eigu ríkis eða sveitarfélaga og opinberir sjóðir eða stofn-
anir, sem starfa að meira eða minna leyti sjálfstætt. Þetta er þó ekki
einhlítt, því að FL ná, eins og skýrt var tekið fram í greinargerð, til
nokkun-a sjálfstæðra stofnana, þ. á m. svonefndra allmánna försak-
ringskassor, er hafa með höndum áþekk verkefni og Tryggingastofnun
ríkisins og sjúkrasamlög hér á landi.
Skilgreiningu á hugtakinu „málsmeðferð", „handlággning av áren-
de“, er ekki heldur að finna í FL. Fyrst og fremst mun þó átt við þær
gerðir stjórnvalds, er lúta að ákvörðun í einstöku máli, — aftur á móti
ekki þær, er skoða má sem hrein framkvæmdar- eða þjónustuverk. Það
eitt að stjórna umferð á gatnamótum getur, svo að dæmi sé tekið, aug-
ljóslega ekki talist málsmeðferð af neinu tagi. Öðru máli gegnir hins
vegar, er lögregluþjónn lætur til skarar skríða gegn ökumanni, sem
gerst hefur brotlegur. Það gæti hæglega talist fyrsti liður í meðferð
máls. Hér sem annars staðar er þó mjótt mundangshófið.
FL gilda að jafnaði á hvaða stigi málsmeðferðar sem er, — allt frá
því að stjórnvald byrjar afskipti af máli og þar til ákvörðun er tekin,
hún kunngerð hlutaðeigandi og hrundið í framkvæmd, sé þess þá þörf.
Yfirleitt er ljóst, hvenær afskipti stjórnvalds af máli hefjast, — t. d.
þegar umsókn eða kæra berst. Þó getur vafi leikið á þessu, þegar
stjórnvald lætur mál til sín taka af sjálfsdáðum. Úr því álitaefni ætti
samt að vera hægt að skera og þá eftir atvikum hverju sinni.
2.1.2. Sérákvæði í öðrum lögum eða reglugerðum halda gildi sínu eftir
gildistöku FL, sbr. 1. gr. 2. mgr. laganna.
Áður en FL voru sett, skiptu þau sérákvæði hundruðum, er giltu
um málsmeðferð hjá stjórnvöldum. Mörg þessara ákvæða voru felld
niður við gildistöku FL. Þau, sem eftir stóðu, hafa smám saman týrit
tölunni. Stefnt er að því, að þau sérákvæði ein, er styðjast við gild
efnisrök, haldi velli í framtíðinni.
2.1.3. FL ná ekki til allra sænskra stjórnvalda, sbr. 2. gr. laganna.
í fyrsta lagi fellur ríkisstjórnin sem heild utan gildissviðs FL, sbr.
2. gr. 1. tl. laganna. öðru máli gegnir hins vegar um einstaka ráð-
herra eða ráðuneyti. Lögin gilda því — svo dæmi sé tekið — þegar ráð-
168