Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Side 41
2.3.3. Það er réttlætiskrafa einstaklings eða annars óopinbers aðila, að
hann fái að vita, hvaða rök búi að baki stjórnvaldsákvörðun, sem
snertir réttindi hans eða skyldur. Með því móti einu getur hlutaðeig-
andi gengið úr skugga um, hvort ákvörðunin sé í senn lögmæt og rétt-
mæt eða hvort ástæða sé til að kæra hana, — og þá gert sér grein
fyrir, hvernig haga beri málflutningi fyrir æðri stjórnsýsluhafa. Rök-
stuðningur tryggir og, að ákvörðun sé yfirveguð, — þótt hann geti á
hinn bóginn dregið meðferð máls á langinn.
Skv. 17. gr. 1. mgr. FL skal stjórnvald að jafnaði rökstyðja þá
ákvörðun, er bindur endi á mál, hvort sem hún snýst um efni þess eða
form. Þannig á t. d. að færa rök fyrir frávísun máls.
Erfitt er að gefa nákvæmar reglur um það, í hverju rökstuðningur
skuli fólginn. Þó er ætlast til, að stjórnvald gei'i í stuttu máli grein
fyrir þeim sjónarmiðum, er að baki ákvörðun búa, án þess að ítarleg
lýsing á málavöxtum eða bollaleggingar um einstök efnisrök aðila fvlgi.
Stjórnvald þarf ekki að rökstyðja ákvörðun sína í eftirtöldum til-
vikum: Gangi ákvörðun aðila í vil eða sé að öðru leyti óþarfi að færa
rök fyrir henni, sbr. 17. gr. 1. tl. Þyki þörf á að sleppa rökstuðningi
vegna allsherjar- eða einstaklingshagsmuna, — byggist ákvörðun t. d.
á sjónarmiðum, er leynt verða að fara sökum öryggis sænska ríkisins,
sbr. 17. gr. 3. tl. Beri ákvörðun svo brátt að, að enginn tími gefist til
að rökstyðja hana, sbr. 17. gr. 4. tl. Og loks sé um að ræða ákvörðun
á borð við stöðu- eða styrkveitingu, sem erfitt gæti verið að rökstvðja,
nema með ærinni fyrirhöfn, sbr. 17. gr. 2. tl. (Sjá til hliðsjónar 2.3.1.
að framan.)
Fái málsaðili ekki strax vitneskju um þau sjónarmið, er búa að baki
stjórnvaldsákvörðun, á stjórnvald að kynna honum þau síðar, sé þess
kostur, sbr. 17. gr. 2. mgr. FL. Þannig skal aðili — svo dæmi sé tekið —
að jafnaði fá að vita rök fyrir ákvörðun, sem þolir enga bið, — en
fyrst eftir að hún hefur verið tekin og e. t. v. framkvæmd. Skilyrði
þess er þó, að aðili fari sérstaklega fram á það.
2.3.4. 18. gr. FL fjallar um birtingu stjórnvaldsákvarðana.
Skv. 18. gr. 1. mgr. á að birta aðila máls efni þeirrar stjórnvalds-
ákvörðunar, er endi bindur á málið. Sérstakur birtingarháttur er ekki
lögboðinn, — t. d. er ekkert því til fyrirstöðu, að aðila sé kunngert
efni ákvörðunar munnlega.
Birting er ekki nauðsynleg, sé hún augljóslega óþörf. Undantekn-
ingu þessa ber að skýra þröngt, eins og reyndar önnur samsvarandi
ákvæði í FL. Þannig á að birta stjórnvaldsákvörðun, án tillits til þess,
179