Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Qupperneq 37

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Qupperneq 37
í lagafrumvarpi Keetons og O’Connells er gert ráð fyrir greiðslum til þeirra, sem slasast af völdum óvátryggðra eða óþekktra ökutækja. Slíkar greiðslur myndu koma úr sjóði, sem myndaður yrði af fé frá skyldutryggingarfélögunum. Hvert félag myndi leggja fram fé í hlutfalli við iðgjaldatekjur sínar af skyldutryggingunni. Þá bera Keeton og O’Connell fram tillögur um viðbótartryggingu fyrir þá, sem óska eftir víðtækari vátryggingarvernd, t.d. vegna miska, tjóns, sem fer fram úr hámarksfjárhæð skyldutryggingarinnar, og tjóns á munum. Tillaga Keetons og O’Connells markaði tímamót í undirbúningi að endurbótum á bifreiðatryggingum vestanhafs. Hugmyndir þeirra fé- laga hafa ekki verið teknar óbreyttar upp í lög, en þær urðu fyrir- mynd löggjafar um umferðarslysatryggingu í Vesturheimi. Einnig komu fram margar aðrar tillögur, sem reistar eru á svipuðum sjón- armiðum, þ.e. um slysatryggingu, sem veitir nokkrar bætur fyrir um- ferðarslys og afnám skaðabótaréttar að vissu marki (þ.e. réttar til skaðabóta fyrir minni háttar slys).30 Slíkar umferðarslysatryggingar eru kallaðar „no-fault“ vátryggingar,40 vegna þess m.a., að þær greiða bætur óháð sök. Vitanlega kostar mikið fé að koma á vátryggingum, sem greiða slysabætur án sakargrundvallar. Þar á móti kemur mikill sparnaður af því að svipta menn rétti til að fara skaðabótaleiðina að því er varðar slys, sem ekki eru alvarlegs eðlis. Má því segja, að með „no-fault“ vátryggingu séu tjónþolum keypt tiltekin grunnréttindi til slysatryggingarbóta því verði, að felldur er niður almennur skaða- bótaréttur þeirra, ef fjártjón nær ekki vissu lágmarki. „No-fault“ bótakerfi og skyld kerfi („add-on“ kerfi) eru nú lögbundin í hátt á þriðja tug ríkja Bandaríkjanna. Þessar bandarísku vátryggingar eru mjög ólíkar. Langflestar þeirra taka aðeins til slysa á mönnum. Há- marksfjárhæðir vátryggingarbóta eru frá $2.000 til $50.000 og sums staðar greiðir vátryggingin kostnað við læknishjálp án hámarks. í engu ríkjanna leysa vátryggingarnar skaðabótarétt vegna slyss á mönn- um alveg af hólmi. I nokkrum ríkjum helst meira að segja skaðabóta- réttur að öllu leyti. Slík kerfi eru oft kölluð ,,add-on“41 kerfi og tryggja þau tjónþola nokkrar slysabætur, sem koma að sjálfsögðu til frádrátt- ar bótakröfu, er hann kann að eiga eftir almennum bótareglum. Ein- ungis tvö ríki Bandaríkjanna hafa afnumið skaðabótarétt vegna tjóns á munum (ökutækjum). Hvergi í Bandaríkjunum eru vátryggingar 39 Margir hafa gagnrýnt harðlega hin nýju lög og tillögur um slíkar umferðarslysa- tryggingar. Hér skal aðeins nefnt rit þeirra Blum og Kalven frá 1965, sjá „Skrá um rit, sem vitnað er til“. Blum og Kalven eru meðal þekktustu andstæðinga ný- skipunar bandarískra umferðarslysatrygginga. 40 Um hugtakið sjá m.a. Rokes, bls. 3-7 og Dufwa (1979), bls. 428 o. áfr. 41 Um þau sjá Fleming (1977), bls. 387 o. áfr. 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.