Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Blaðsíða 55
II. Auk réttarreglna á hinum Norðurlöndunum kynnti umrædd nefnd sér fyrir- komulag lögfræðiaðstoðar í Bretlandi og Sviss. Við samningu frumvarpsins var hins vegar einkum höfð hliðsjón af réttarreglum í Danmörku og Noregi. í frumvarpinu er ekki fjallað um gjafasókn og gjafavörn sbr. XI. kap. I. nr. 85/1936. Frumvarpið nefnist ,,frv. til laga um lögfræðiaðstoð“. Það er í 9 greinum og efnisskipan sú, að fyrst er gerð grein fyrir, hvað sé lögfræði- aðstoð skv. frumvarpinu, í öðru lagi, hverjir eigi rétt á aðstoð, í þriðja lagi, hverjir annist hana, og í fjórða lagi, hvernig greiðslu kostnaðar er varið. 1. Hvað merkir lögfræðiaðstoð? Frv. tekur einungis til þeirrar lögfræðilegu aðstoðar, sem þörf er talin á að veita efnaminna fólki án endurgjalds eða fyrir lítið, þótt ekki komi til dómsmáls. Orðinu lögfræðiaðstoð í þessari merkingu er ætlað að svara til þess, sem á dönsku er nefnt fri retshjælp, á ensku legal advice and assistance, stundum nefnt á íslensku endurgjaldslaus eða ókeypis lögfræðiaðstoð. Hug- takið hefur ekki mótaða merkingu í íslenskum rétti. í frv. er það ekki bein- línis skilgreint en afmarkað á eftirfarandi hátt í 1. gr.: Lögfræðiaðstoð skv. lögum þessum felst í nauðsynlegri ráðgjöf og bréfaskiptum vegna: 1. Sifja-, erfða- og persónuréttarmálefna. 2. Skaðabóta utan samninga. 3. Vátryggingasamninga. 4. Vinnusamninga. 5. Kaupa eða leigu íbúðarhúsnæðis. 6. Lausafjárkaupa sem ekki hafa verið gerð í atvinnuskyni. 7. Meintra yfirsjóna opinberra starfsmanna í starfi. Það telst sömuleiðis lögfræðiaðstoð í skilningi laga þessara að semja um- sókn um gjafsókn eða gjafvörn. Þarna er einkum tvennu slegið föstu. Annars vegar, að lögfræðiaðstoð felist einvörðungu I „nauðsynlegri ráðgjöf og bréfaskiptum“. Gerð samninga eða annarra löggerninga fellur því ekki hér undir. Hins vegar, að aðstoðin nær aðeins til tilte.kinna lögfræðilegra álitaefna, sem eru tæmandi upp talin. Auðvitað má deila um þessa upptalningu og benda á ýmsa málaflokka, sem taka ætti með og þá e.t.v. fella aðra niður, svo sem t.d. viðhald og viðgerðir á íbúðarhúsnæði eða lausafé, svo sem bifreiðum og heimilistækjum, en þessi var einfaldlega niðurstaða nefndarinnar. Upptalningin 11. gr. frv. þarfnast annars vart skýringa, en þó má geta þess, að t.d. kaupmaður, sem selur hlut, á ekki rétt á lögfræðiaðstoð, en hins vegar sá, sem skiptir við hann, enda séu viðskiptin heldur ekki liður í atvinnurekstri hins síðarnefnda, sbr. 6. tl. 1. gr. Varðandi 7. tl. skal tekið fram, að með orðalaginu er t.d. átt við það, hvort lögreglumenn eða aðrir þeir, sem fara með opinbert vald, hafi gerst offari í starfi. 2. Hverjir eiga rétt á lögfræðiaðstoð? Um það segir svo í 3. gr. frv.: Rétt til aðstoðar skv. lögum þessum hafa einstaklingar, sem eru íslenzkir ríkisborgarar eða hafa lögheimili hér á landi, enda nái tekjur þeirra ekki nánar tilgreindum mörkum, er ákveðin skulu í reglugerð. 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.