Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Síða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Síða 57
UMSÓKN UM LÖGFRÆ3IAÐST0Ð SKV. LÖGUM NR. / 1) Nafn umsækjanda Nafnnr. 2) Heimilisfang. Staða. 3) Nafn maka/sambýliskonu eöa -manns. Nafnnr. 4) Tekjur umsækjanda á sl. ári (staðfest afrit af skattskýrslu sl. árs fylgi). 5) Fjöldi barna umsækjanda undir 17 ára aldri. 6) Upplýsingar lögmanns um tilefni aðstoðar og í hverju hún felst. 7) Aðrar upplýsingar, sem óskað er að koma vegna umsóknar skv. 2. gr. I. nr. / á framfæri, t.d. 8) Yfirlýsing umsækjanda, að hann hafi notið sem kostað hafi kr ofangreindrar aðstoðar, Staður og dags. Undirskrift umsækjanda. 9) Undirritun lögmanns. Staður og dags. Undirskrift lögmanns. ÞaS athugast, að ríkissjóður greiðir 3/4 lögmannsþóknunar, en umsækjandi 1/4, ef aðstoð telst falla undir lög nr. / Við þetta má því bæta, að dómsmálaráðuneytið sker úr um skyldu lögmanna til að láta lögfræðiaðstoð í té, sbr. 8. gr. frv. Þá má og nefna, að á sumum stöðum á landsbyggðinni er ekki kostur á þjónustu starfandi lögmanna. Þess vegna er gert ráð fyrir því í 5. gr. frv., að dómsmálaráðuneytið geti heimilað öðrum lögfræðingum að láta í té aðstoð. 5. Hver greiðir kostnaðinn af lögfræðiaðstoð? Skv. 6. gr. frv. skal jafnan greiða fasta þóknun, sem ákveðin sé í reglu- gerð. Skv. reglugerðardrögunum á að miða við gjaldskrá Lögmannafélags islands, þar sem kveðið er á um þóknun fyrir lögfræðilegar leiðbeiningar og munnlegar álitsgerðir, þ.e. miða skal við það ákvæði í gjaldskránni, eins og hún er á hverjum tíma. Þessum kostnaði skal síðan skipt þannig að ríkis- sjóður greiði 3/4 þóknunar, en skjólstæðingur 1/4. í 2. gr. frv. er sérstakt ákvæði þess efnis, að dómsmálaráðuneytið geti ákveðið, að aðstoð skv. 1. gr. skuli veitt umfram það sem þar segir, enda sé líklegt, að með því móti megi leysa úr ágreiningi án málshöfðunar. Þegar svo stendur á, skal greiða þóknun fyrir veitta aðstoð skv. ákvörðun dóms- málaráðuneytisins eftir málsatvikum hverju sinni. Markmið þessa undantekningarákvæðis er fyrst og fremst það að létta álagi af dómstólum. Loks er í 8. gr. frv. kveðið svo á, að dómsmálaráðuneytið skeri úr því, hvort veitt aðstoð falli undir ákvæði 1. gr. frv., svo og ágreiningi, sem rísa kunni vegna ákvæða 3. og 4. gr. frv. Tekið er fram til öryggis, að úrskurði ráðuneytisins megi bera undir dómstóla. 107

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.