Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1981, Page 61
ara við sækjanda og verjanda. Framsögur höfðu þeir Hallvarður Einvarð- son rannsóknarlögreglustjóri og Páll A. Pálsson hrl. 2. Þá var rætt um efnin: Aðstaða lögmanna við dómaraembættin, úthlutun mála, málatilbúnaður, samskipti dómara og lögmanna um meðferð ein- staks máls. Framsögumenn voru Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari og Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. 3. Loks var fjallað um ákvarðanir um málskostnað (gjafvörn), málsvarnar- laun og réttargæzluþóknun. Framsögu um þessi efni hafði Ragnar Aðal- steinsson hrl. Hádegisverðarhlé var gert kl. 12.40. Eftir hádegisverðarhlé kl. 14 hófu umræðuhópar störf. Skiptust menn í 3 hópa, sem hver um sig fjallaði um eitt af dagskrárefnunum, sem að ofan getur. Umræðustjórar voru Haraldur Henrýsson sakadómari í hópi 1, Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari í hópi 2 og Ólafur St. Sigurðsson héraðs- dómari í hópi 3. Kl. 16.00 komu þátttakendur saman á ný til kaffidrykkju og síðan var gerð grein fyrir umræðum í hópunum. Grein fyrir umræðum I hópi 1 gerði Hrafn- kell Ásgeirsson hrl., í hópi 2 Hákon Árnason hrl. og Jón E. Ragnarsson hrl. í hópi 3. Þessum þætti námsstefnunnar lauk kl. rúmlega 17.00. Dvöldust þátttak- endur áfram á staðnum til kl. 18.30, en þá var haldið til Reykjavíkur. Jón Steinar Gunnlaugsson. 22. NORRÆNA LAGANEMAMÓTIÐ 22. norræna laganemamótið var haldið í Osló og í Wadahl 13.—20. júní s.l. Skráðir til þátttöku voru 64 stúdentar og 25 fyrirlesarar. Aðalumræðuefnið var: MANNRÉTTINDI í VELFERÐARRÍKINU. Mótið var vandlega undirbúið, og stóð 6 manna nefnd stúdenta fyrir því. Formaður var Jorn H. Hammer. Frá islandi sóttu mótið 12 laganemar og tveir fyrirlesarar. Fararstjóri íslenska hópsins var Lilja Ólafsdóttir formaður Orators, en aðrir þátttakendur: Anna Th. Gunnarsdóttir, Ásgeir Þór Árnason, Ásgeir Eiríksson, Einar Örn Thorlacius, Erla S. Árnadóttir, Friðjón Örn Friðjónsson, Guðrún Ásta Sig- urðardóttir, Jón Finnbjörnsson, Magnús Guðlaugsson, Margeir Pétursson og Una Þóra Magnúsdóttir. Fyrirlesarar voru dr. Ármann Snævarr, er talaði um upplýsingavernd, og Þór Vilhjálmsson, sem ræddi þörf endurskoðunar á stjórnarskrárvernd mannréttinda. Frá laganemamótinu verður nánar sagt í Úlfljóti. 111

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.