Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 22

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 22
III. 7. Það hefir verið mikið stefnumið í refsipólitík hér á Norður- löndum, að refsidómur hefði sem minnsta röskun í för með sér fyrir dómfellda eftir að dómi hefir verið fullnægt eða hann fallið niður af öðrum ástæðum. Til þeirrar stefnu má rekja breytingarnar á 68. gr. alm. hgl. með lögum 31/1961, sbr. 6. og 7. gr., er einnig mótaði 68. gr. a alm. hgl., sbr. VI hér síðar. IV. UM EINSTAKAR BREYTINGAR OG BAKSVIÐ ÞEIRRA. Breytingalögin spanna 41 ár, og eru ástæður til þeirra næsta sundur- leitar. Fyrr er þess getið, að refsipólitískar ástæður búi oft að baki, en hér kemur ýmislegt fleira til. IV. 1 Fyrstu breytingarnar stóðu í tengslum við styrjöldina og þá hugsjón landsmanna, að vera hlutlausir í styrjaldarátökum. Þótti það uggvænlegt, ef ísl. ríkisborgarar réðust að erlendum ráðamönnum og yllu á þann veg hættu á erlendum afskiptum af íslenskum málefnum. Voru refsiviðurlög 88. gr. og 85. gr. alm. hgl. þyngd með lögum 47/ 1941. Frumvarpa og greinargerða er getið í viðauka, X, og á það við reif- unina í heild hér á eftir. Um dóma vísast til Isl. dómaskráa III, 192— 193, 194—195. IV. 2. önnur í röðinni voru breytingarlög 36, 17. júní 1944, er rýmkuðu heimild til að veita uppreist æru með breytingum á 85. gr. 3. mgr. alm. hgl. Stóð sú breyting í tengslum við stofnun lýðveldis og þá víðtæku náðun, sem þá var veitt, og uppreist æru. Uppreist æru hefír enn gildi, og gegnir ákvæði 85. gr. því hlutverki. IV. 3. Fjórðu breytingarlögin, lög 100/1951, svo að tímaröð sé rof- in, stöfuðu einnig af stofnun lýðveldisins. Þau lög breyttu þeim ákvæð- um í alm. hgl. er fjölluðu um refsivernd konungs og fjölskyldu hans eða þess, sem fer með konungsvald, sbr. 99.—101. gr., sbr. 105. gr., auk þess, sem forsetakosningar voru nú greindar í 102. gr. með sam- bærilegum hætti og kosningar til Alþingis. Gert var ráð fyrir því í alm. hgl., að tilteknar stjórnvaldsréglur yrðu settar af konungi, og var þeim ákvæðum þá einnig breytt, sbr. 33., 37., 43., 45., 47. og 266. gr. alm. hgk, sbr. og 85. gr. varðandi uppreist æru, svo og 149. gr. um kæru m. a. til konungs. 140

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.