Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 74

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 74
sína. Taldi hann ekki þörf á því vegna ákvæða 29. gr. 1. mgr. laga nr. 57/1956 og 43. gr., sbr. 21. gr. laga nr. 74/1974. Varnaraðili taldi þessar aðgerðir ekki standast lög, með því að bor- ið hefði að afla dómsúrskurðar. Ritaði hann Sakadómi Reykjavíkur bréf og krafðist þess að ákvörðun um hald yrði felld úr gildi. Nokkru síðar gaf ríkissaksóknari út ákæru á hendur honum þar sem honum var gefið að sök að hafa brotið gegn fyrrgreindum hegningarlaga- ákvæðum og ákvæðum laga um prentrétt. Jafnframt var gerð krafa um að ákærði sætti skv. 69. gr., 1. mgr., 1. tl. almennra hegningar- laga upptöku á þeim eintökum Spegilsins, sem hald hafði verið lagt á. Sakadómur Reykjavíkur tók fyrrgreinda kröfu til úrskurðar og taldi að ekki væri unnt að „fallast á að fella beri haldlagninguna úr gildi vegna ólögmætis". Varnaraðili skaut nú þessum úrskurði til Hæstaréttar með kæru og krafðist þess að honum yrði hrundið. Meiri hluti réttarins (tveir dóm- arar af þremur) staðfesti úrskurð Sakadóms með svofelldum forsend- um: „Lögregla lagði hald á blöð þau sem hér er um að ræða eftir ósk ríkissaksóknara, sem síðan hefur höfðað opinbert mál gegn varn- araðila, m. a. til upptöku á blöðunum. Samkvæmt 43. gr. laga nr. 74/1974 skal hald leggja á muni sem ætla má að gerðir verði upp- tækir, og er eigi gert ráð fyrir að til þess þurfi úrskurð dómara. Eigi er að því er varðar prentað mál gerð um þetta nein undan- tekning, og hún þykir heldur eigi verða leidd af 72. gr. stjórnar- skrárinnar. Var ákæruvaldinu þannig heimilt að leggja hald á blöðin án undangengins dómsúrskurðar, en varnaraðili átti þess síðan kost að bera ákvörðunina undir sakadóm og kæra úrlausn sakadóms til Hæstaréttar samkvæmt 1. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974. Svo sem áður greinir hefur mál til upptöku blaðanna þegar verið höfðað, og verður í því máli leyst úr því, hvort krafa þessi verður tekin til greina. Eru því eigi efni til þess að hnekkja ákvörðun ákæruvaldsins um hald á blöðunum“. Þriðji dómarinn komst að sömu niðurstöðu en rökstuddi hana á annan hátt. 1 fyrsta lagi vekur athygli, að Hæstiréttur var aðeins skipaður þrem- ur dómurum í málinu. Ég tel að ekki hafi fyrr verið borin undir Hæsta- 192

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.