Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Side 7
fargjaldi og kröfu útgerðarmanns til skaðabóta, sjótjónsframlags eða björgunarlauna, sbr. 217. gr. sigll. 1963. Ennfremur má nefna nýmæli um haldsrétt, réttaráhrif nauðungaruppboðs, viðurkenningu samnings- veðréttar í erlendum skipum og loks lagaskilareglur. 2. EINKENNI SJÓVEÐS Sjóveð3 eru sérstakur flokkur lögveða. Þau verða til við það, að sjóveðréttarkrafa stofnast. Veðþoli og veðhafi ráða því ekki, hvort sjóveðréttur stofnast eða ekki.4 Veðrétturinn verður til, þegar skilyrði sigll. eru fyrir hendi og þarf því enga aðfarargerð eða sérstakan samn- ing til þess að stofna veðið. Hitt er annað mál, að samningur er stund- um eitt nauðsynlegra skilyrða fyrir því, að sjóveðréttur verði til. T. d. má nefna, að skilyrði sjóveðréttar fyrir launakröfu er, að ráðn- ingarsamningur hafi verið gerður, sbr. 1. tl. 197. gr. sigll. Sjóveðréttur í skipi gengur fyrir öllum öðrum eignarhöftum í því, t. d. samningsveðum, jafnvel þótt slík eignarhöft séu eldri en sjóveðið. Sjóveðréttur í farmi gengur fyrir öðrum eignarhöftum en opinberum gjöldum. Sérstakar forgangsreglur gilda um sjóveðréttindi innbyrðis. Yngra sjóveð gengur stundum fyrir eldra, gagnstætt því sem annars gildir um veð. Sjóveðrétturinn er ekki háður skráningu eða þinglýsingu (sjá þó undantekningu í 2. málsl. 1. mgr. 199. gr. sigll.). Sjóveðréttur í farmi glatast við afhendingu farms, en sjóveðréttur í skipi er ekki háður því, hver hefur vörslur þess. Sjóveð í skipi helst almennt, þó að annar eignist það en upphaflegur veðþoli, enda þótt kaupanda sé ókunnugt um sjóveðið. Sjóveðréttindi leynast því auðveldlega mönnum, sem skipta við veðþola, svo sem kaupanda skips eða samningsveðhafa. Eru þau þess vegna varasöm frá sjónarhóli þriðja manns. Sjóveð standa stutt. Veðréttindi fyrnast almennt ekki, en sjóveð- réttur fyrnist á einu ári, ef honum er ekki fylgt eftir með lögsókn innan þess tíma. I 8. kafla hér á eftir er vikið að nokkrum einkennum haldsréttar. 3 Danska: „s0pant“, enska: „maritime lien“. 4 Um gildi réttarsáttar, sem felur í sér viðurkenningu á lögveðrétti sjá Stefán Már Stefáns- son (1971), bls. 52-55. Niðurstaða liöfundar er sú, að réttarsátt um lögveð hafi fullt gildi milli aðila deilumáls, en hins vegar verði 3. maður ekki bundinn af slíkri sátt, sjá tilvitnað rit, bls. 53. Sbr. og dóm sjó- og verslunardóms Reykjavíkur 24. des. 1960, en ágrip af honum er að finna í Tímariti lögfræðinga 1970, bls. 160-163. Um gildi samnings þess efnis að sjóveðréttur stofnist ekki sjá Rune, bls. 155-156. 69

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.