Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 13
leigir það öðrum og leigutaki ræður áhöfn. Þótt skip sé ekki leigt, getur eigandi (útgerðarmaður) látið aðra um að annast einhverja rekstrarþætti útgerðar að meira eða minna leyti. Hann getur með farmsamningi látið skip vera til ráðstöfunar fyrir fai’msamningshafa. Einnig getur hann látið sjálfstæða aðila annast fermingu og afferm- ingu eða veitingar um borð í skipinu. Ennfremur getur hann falið framkvæmda- eða deildarstjóra eða umboðsmanni að reka ýmsa þætti útgerðarinnar fyrir eigin reikning. 1 tilvikum sem þessum geta ýmsar kröfur fallið á aðra rekstraraðila en eiganda skips. Ef krafa er ein þeirra, sem talin er í 197. gr. sigll., stofnast sjóveð, hvort sem eigandi gerir skipið sjálfur út eða ekki. Um þetta segir í 2. mgr. 197. gr., að sjóveðréttur stofnist, hvort heldur sem krafan beinist að útgerðarmanni viðkomandi skips, eiganda þess, afnotahafa, farmsamningshafa eða „umráðamanni (disponent).“27 Þetta er tæmandi talning á skuldurum. Á Norðurlöndum munu hliðstæð ákvæði vera skilin svo, að þau nái einnig til þeirra, sem hafa með höndum hluta af rekstri skips.28 Gangi kröfuhafi að veðinu, getur eigandi þess þurft að greiða kröfu, sem hann ber ekki persónulega ábyrgð á, t. d. launakröfu skipverja29 eða bótakröfu vegna árekstrar skips, er hann hefur leigt öðrum, eða kröfu á hendur farmsamningshafa, sem flytur farm í skjóli farm- samnings, er hann hefur gert við eiganda. Þetta þykir eðlileg skipan mála, og lengi hefur verið talið rétt, að lánardrottnar eigi tryggingu í skipi fyrir kröfum, sem stofnast í tengslum við rekstur þess. Með öðrum orðum, að áhættan af siglingu skipsins skuli borin af eiganda, þótt hann hafi kosið að fela öðrum reksturinn að einhverju eða öllu leyti. Það er eigi skilyrði fyrir sjóveðrétti eftir 197. gr., að skuldari kröfu hafi notað skip með heimild eiganda. 1 sigll. er ekkert ákvæði hliðstætt reglu 224. gr. sigll. 1963 um, að grandsemi kröfuhafa um rétt skuld- ara til skips girði fyrir sjóveðrétt.30 27 Sömu aðilar og nokkrir fleiri njóta skv. 173. gr. sigll. réttar til að takmarka ábyrgð sfna. Um hugtakið „umráðamaður" sjá Arnljótur Björnsson, bls. 11, sbr. og Innstilling VIII, bls. 75-76. 28 Sjá t. d. Prop. 1973:42, bls. 264 og 335. 29 Sbr. t. d. H 1966, 985. 30 Sjá nánar Rune, bls. 156 og rit, sem þar er vísað til. 75

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.