Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Side 23
13. FYRNING KRÖFURÉTTAR Veðrétti getur lokið fyrir fyrningu, án þess að fyrningin haggi per- sónulegri ábyrgð skuldara kröfunnar, sem veðtryggð var. Á sama hátt getur persónuleg ábyrgð fyrnst, án þess að veðréttur líði jafnframt undir lok, sbr. 3. mgr. 1. gr. fyrnl. nr. 14/1905.63 I 12. kafla sigll. eru almennar reglur um fyrningu á sjókröfum. Ná þær bæði til krafna, sem sjóveð fylgir, og ýmissa annarra krafna. Oft er fyrningarfrestur kröfu lengri en ársfyrningarfresturinn, sem gild- ir um sjóveðrétt. Reglur 12. kafla sigll. um upphaf fyrningarfrests krafna eru í sumum tilvikum frábrugðnar reglum um upphaf fyrn- ingarfrests sjóveðréttar. Verður hverju sinni að taka til sjálfstæðr- ar athugunar annars vegar, hvort krafa er fyrnd skv. 12. kafla, og hins vegar sjóveðréttur eftir 201. eða 207. gr. sigll. Reglur 12. kafla um fyrningu krafna eru sniðnar eftir ákvæðum annarra norrænna siglingalaga. Verða þær ekki ræddar frekar hér.64 14. EFNI I STUTTU MÁLI Reglur 11. kafla sigll. 1985 um sjóveðrétt eru í aðalatriðum sniðnar eftir norrænum siglingalagaákvæðum, sem sett voru í framhaldi af því, að ríki Skandinavíu gerðust aðilar að alþjóðasamningi um sjóveð og annars konar veð í skipum, gerðum í Briissel árið 1967. Með gerð Brusselsamningsins var sjóveðsheimildum fækkað í því skyni að styrkja stöðu samningsveða í skipum (1. kafli). Reglur um sjóveð eru um margt sérstæðar. Sjóveð eru lögveð og verða til, þegar skilyrði sigll. eru fyrir hendi. Þarf hvorki samning né aðfarargerð til þess að stofna veðið. Sjóveðréttur gengur yfirleitt fyrir öðrum eignarhöftum, og sérstakar forgangsreglur gilda um röð sjóveða innbyrðis. Reglurnar um rétthæð sjóveða í skipi og farmi eru ekki sama efnis. Sjóveðréttur er almennt ekki háður skráningu eða þinglýsingu. Sjóveðréttur í farmi fellur niður, þegar veðhafi af- hendir hann. Hins vegar er sjóveðréttur í skipi ekki bundinn sérstök- um skilyrðum um vörslur þess. Sjóveð í skipi helst almennt við eig- endaskipti og það þótt nýjum eiganda sé ókunnugt um það. Sjóveð- réttur fyrnist á einu ári frá stofnun kröfu, ef fyrningu er ekki slitið með lögsókn (2. kafli). Andlag sjóveðréttar er skip eða farmur. Sjaldnast veldur vafa hvað 63 Gaukur Jörundsson, bls. 6 og 85. 64 Um skýringar á fyrningarreglum 12. kafla vísast til Philip og Bredholt, bls. 368-373.

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.