Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Side 28
1. INNGANGUR.
Þótt heiti þessarar greinar bendi til þess, að ætlunin sé að fjalla
um allar riftunarreglur gjaldþrotalaga, er sú vitaskuld ekki raunin.
Eg mun í greininni aðeins fjalla um nokkrar reglur VIII. kafla gjald-
þrotalaga nr. 6. frá 1978, en þessi kafli ber yfirskriftina: „Riftun ráð-
stafana þrotamanns o.fl.“
Þær reglur, sem um verður fjallað, eru einkum 51. gr. um riftun
gjafagerninga, 54. gr. um riftun á greiðslu skuldar með tilteknum hætti,
61. gr., sem er almenn riftunarregla reist á huglægum sjónarmiðum,
reglur um endurgreiðslu við riftun, en til hennar taka m.a. 62. og 63. og
65. gr. laganna, og að lokum 68. grein, en í því ákvæði er fjallað um
málshöfðunarfresti.
Það er auðvitað óhugsandi í stuttri grein sem þessari að fjalla um
allar riftunarreglur VIII. kafla gjaldþrotalaga. Slík umfjöllun yrði of
yfirborðskennd. Við val á efni í þessa grein reyndi ég að ná fram tveim
meginmarkmiðum, þ.e. að fjalla um þær reglur, sem taka til algengra
riftunartilvika, og reyna að veita sem best yfirlit yfir riftunarregl-
urnar og hvernig þeim er beitt.
Ég tel nauðsynlegt að fjalla í upphafi um nokkur almenn atriði um
gjaldþrotaskipti og riftunarreglur, en víkja síðan að hinum tilgreindu
ákvæðum laganna.
Viðar Már Matthíasson lauk lagaprófi vorið
1979. Kandidatsritgerð hans fjallaði um lög-
jöfnun. Hann stundaði framhaldsnám í samn-
ingarétti og kröfurétti við Institutt for Privatrett
við Háskólann í Oslo frá því í september 1979
fram í júní 1981. Starfaði sem fulltrúi á lög-
mannsstofu Arnmundar Backman hrl. árin 1981
til 1985, en rekur nú málflutningsskrifstofu f
Reykjavík f félagi við Ragnar Aðalsteinsson hrl.
og Sigurð Helga Guðjónsson hrl. Hann var
stundakennari við lagadeild Háskóla íslands á
vormisseri 1984, með kauparétt sem kennslu-
grein. Hann fékk réttindi til málflutnings fyrir
Hæstarétti þann 11. janúar 1988.
90