Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1988, Page 37
inu frá því í maí 1984. Var því haldið fram, að verðmæti eigna þeirra, sem ráðstafað var með samkomulaginu um skilnaðarkjör, að frátalinni bifreið, sem skiptist að jöfnu, hafi verið eftirfarandi: Hlutur B. 1. Fasteign (íbúðarhús) áætlað söluverð Áhvílandi veðskuldir yfirteknar af B Nettó andvirði fasteignar 2. Innbú — vátryggingarandvirði Samtals hlutur B Hlutur A. 1. Verðmæti vörulagers verslunarfyrirtækis Kr. 1.162.872,00 Fjárhæð skulda ásamt vöxtum og kostnaði -í- — 5.778.002,00 Samtals hlutur A Kr. 4.615.130,00 Af hálfu þrotabúsins var því haldið fram, með hliðsjón af ofan- rituðu, að ef helmingaskiptareglu hefði verið beitt við skiptin, hefði það átt að leiða til þess, að nettóhlutur hvors hjóna hefði reiknast þannig: Helmingur af hlut B 5.448.000,00:1/2 Kr. 2.724.000,00 Helmingur af hlut A 4.615.130,00:1/2 -h- — 2.307.565,00 Nettó hlutur hvors hjóna Kr. 416.435,00 Allt sem í hlut B kom umfram útreiknaðan nettóhlut hvors hjóna um sig, ef byggt væri á helmingaskiptareglunni, var af hálfu þrotabús A talið gjöf, sem riftanleg væri á grundvelli 51. gr. gjald- þrotalaga, og bæri að endurgreiða þrotabúinu þá fjárhæð. Endurgreiðslukrafa þrotabús A sem var reist á 62. gr. gjald- þrotalaga var byggð upp í samræmi við þetta, þ.e. Hlutur B samkvæmt skilnaðarsamningi Kr. 5.448.000,00 Hlutur B ef helmingaskiptareglu hefði verið beitt Kr. 416.435,00 Mismunur/endurgreiðslukrafa þrotabús A Kr. 5.031.565,00 I dóminum var fallist á riftun á grundvelli 51. gr. 1. 6/1978. Var talið sannað, að verðmæti fasteignar þeirrar, er kom í hlut B, hafi verið nokkru lægra en þrotabú A taldi, þ.e. nettó andvirðið væri kr. 3.231.776,00. Að öðru leyti var í grundvallaratriðum byggt á þeim tölum, sem fram koma að framan. Kr. 5.200.000,00 — 700.000,00 Kr. 4.500.000,00 948.000,00 Kr. 5.448.000,00 99

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.